Verður Toyota GT86 að Celica? Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 12:15 Toyota GT86. Þeir sem þekkja vel til sportbílasögu Toyota ættu að þekkja bílnöfnin Supra og Celica vel. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa horfið úr framleiðslulínu Toyota. Þau gætu samt bæði birst þar aftur innan tíðar. Nafnið Supra í formi sportbílsins sem Toyota er að þróa með BMW og Celica í formi næstu kynslóðar sportbílsins GT86 sem í boði hefur verið hjá Toyota í nokkur ár og var þróaður í samstarfi við Subaru. Það er þó ekki alveg víst að svo verði hjá Toyota í tilfelli Celica nafnsins, en einnig er möguleiki að framleiddur verði glænýr coupe-laga sportbíll sem bæri nafnið Celica og að GT86 haldi nafni sínu. Ef svo færi yrði það minnsti sportbíllinn sem Toyota byði kaupendum. Hann yrði þá, líkt og með Celica forðum, framhjóladrifinn bíll. Toyota hefur áður boðað breyttan GT86 sportbíl árið 2019 og það líklega áfram í samstarfi við Subaru. Hvort að bíllinn breytir um nafn þá og fær hið fornfræga nafn Celica verður bara að koma í ljós, en víst er að Celice er enn virtara og frægara nafn en GT86 og það gæti ýtt Toyota einmitt til að skipta um nafn. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Þeir sem þekkja vel til sportbílasögu Toyota ættu að þekkja bílnöfnin Supra og Celica vel. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa horfið úr framleiðslulínu Toyota. Þau gætu samt bæði birst þar aftur innan tíðar. Nafnið Supra í formi sportbílsins sem Toyota er að þróa með BMW og Celica í formi næstu kynslóðar sportbílsins GT86 sem í boði hefur verið hjá Toyota í nokkur ár og var þróaður í samstarfi við Subaru. Það er þó ekki alveg víst að svo verði hjá Toyota í tilfelli Celica nafnsins, en einnig er möguleiki að framleiddur verði glænýr coupe-laga sportbíll sem bæri nafnið Celica og að GT86 haldi nafni sínu. Ef svo færi yrði það minnsti sportbíllinn sem Toyota byði kaupendum. Hann yrði þá, líkt og með Celica forðum, framhjóladrifinn bíll. Toyota hefur áður boðað breyttan GT86 sportbíl árið 2019 og það líklega áfram í samstarfi við Subaru. Hvort að bíllinn breytir um nafn þá og fær hið fornfræga nafn Celica verður bara að koma í ljós, en víst er að Celice er enn virtara og frægara nafn en GT86 og það gæti ýtt Toyota einmitt til að skipta um nafn.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent