Hyundai Motor eitt verðmætasta fyrirtæki heims Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 10:00 Hyundai Kona sportjeppinn. Hyundai Motor er í 35. sæti á lista yfir 40 verðmætustu fyrirtæki heims þriðja árið í röð. Fyrirtækið er nú metið á 13,2 milljarða bandaríkjadala sem er hækkun um 5,1% frá fyrra ári. Hyundai er nú sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims samkvæmt alþjóðlega greiningafyrirtækinu Interbrand. „Við leggjum áherslu á að kynna okkur sem lífstílsfyrirtæki frekar en bílaframleiðandi við ímyndaruppbyggingu Hyundai sem gæðaframleiðanda. Sú stefnumörkun hefur aflað okkur nýrra tækifæra á neytendamarkaði þar sem krafist er mikilla gæða og tækniframfæra fyrir sanngjarnt verð,“ sagði Wonhong Cho, framkvæmdastjóri markaðsmála Hyundai, í tilefni af birtingu skýrslu Interbrand.Sportjeppinn Kona á markað Alls seldi Hyundai Motor tæpar 4,9 milljónir ökutækja á síðasta ári, fleiri en margir helstu framleiðenda heims og hefur fyrirtækið fjórfaldað söluna síðan 2005. Auk þess að varveita gott orðspor fyrirtækisins meðal neytenda með sölu á áreiðanlegum, hagkvæmum og sparneytnum bílum vinnur Hyundai einnig að því að styrkja stöðu sína frekar á jepplingamarkaði með nýjja sporteppanum Kona sem fengið hefur mjög góðar móttökur hjá viðskiptavinum fyrirtækisins. Nú þegar eru komnar meira en tíu þúsund pantanir í Kona sem nýlega fór í sölu á helstu lykilmörkuðum. Þá hefur Hyundai einnig sett i30 á markað í sérstakri sportútgáfu sem ber heitið i30N sem án efa á eftir að láta að sér kveða í alþjóðlega ökusportinu framundan.Mikil gerjun hjá HyundaiMikið þróunarstarf á sér stað um þessar mundir hjá Hyundai á sviði sjalfbærra samgangna og hyggst fyrirtækið kynna fimmtán græna bíla fyrir árið 2020. Liður í því markmiði er IONIQ sem kom á markað fyrr á þessu ári en hann er boðinn í þremur mismunandi umhverfisvænum útfærslum og fljótlega er svo von á nýjum og rafknúnum vetnisbíl. Ennfremur vinnur Hyundai að þróun sjálfakandi bíla sem von er á innan fárra ára. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent
Hyundai Motor er í 35. sæti á lista yfir 40 verðmætustu fyrirtæki heims þriðja árið í röð. Fyrirtækið er nú metið á 13,2 milljarða bandaríkjadala sem er hækkun um 5,1% frá fyrra ári. Hyundai er nú sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims samkvæmt alþjóðlega greiningafyrirtækinu Interbrand. „Við leggjum áherslu á að kynna okkur sem lífstílsfyrirtæki frekar en bílaframleiðandi við ímyndaruppbyggingu Hyundai sem gæðaframleiðanda. Sú stefnumörkun hefur aflað okkur nýrra tækifæra á neytendamarkaði þar sem krafist er mikilla gæða og tækniframfæra fyrir sanngjarnt verð,“ sagði Wonhong Cho, framkvæmdastjóri markaðsmála Hyundai, í tilefni af birtingu skýrslu Interbrand.Sportjeppinn Kona á markað Alls seldi Hyundai Motor tæpar 4,9 milljónir ökutækja á síðasta ári, fleiri en margir helstu framleiðenda heims og hefur fyrirtækið fjórfaldað söluna síðan 2005. Auk þess að varveita gott orðspor fyrirtækisins meðal neytenda með sölu á áreiðanlegum, hagkvæmum og sparneytnum bílum vinnur Hyundai einnig að því að styrkja stöðu sína frekar á jepplingamarkaði með nýjja sporteppanum Kona sem fengið hefur mjög góðar móttökur hjá viðskiptavinum fyrirtækisins. Nú þegar eru komnar meira en tíu þúsund pantanir í Kona sem nýlega fór í sölu á helstu lykilmörkuðum. Þá hefur Hyundai einnig sett i30 á markað í sérstakri sportútgáfu sem ber heitið i30N sem án efa á eftir að láta að sér kveða í alþjóðlega ökusportinu framundan.Mikil gerjun hjá HyundaiMikið þróunarstarf á sér stað um þessar mundir hjá Hyundai á sviði sjalfbærra samgangna og hyggst fyrirtækið kynna fimmtán græna bíla fyrir árið 2020. Liður í því markmiði er IONIQ sem kom á markað fyrr á þessu ári en hann er boðinn í þremur mismunandi umhverfisvænum útfærslum og fljótlega er svo von á nýjum og rafknúnum vetnisbíl. Ennfremur vinnur Hyundai að þróun sjálfakandi bíla sem von er á innan fárra ára.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent