Dodge Charger fær undirvagn Maserati Ghibli Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 09:00 Dodge Charger. Það er þekkt að bílafyrirtæki sem tilheyra sömu bílafjölskyldu noti sömu íhluti, svo sem undirvagna. Bæði Dodge og Maserati tilheyra Fiat Chrysler bílafjölskyldunni og þar á bæ hefur verið ákveðið að Dodge Charger muni fá sama undirvagn og er nú undir Maserati Ghibli bílnum. Til stóð reyndar að margir af bílum Fiat Chrysler Automobiles myndu fá undirvagninn frá Alfa Romeo Giorgio, en það verður ekki í tilfelli Doge Charger. Bæði Dodge Charger og Challenger munu fá andlitslyftingu á núverandi kynslóð árið 2019 og ný kynslóð þeirra beggja verður kynnt árið 2021. Það verður þá sem Dodge Charger mun fá sama undirvagn og Maserati Ghibli bíllinn. Dodge Journey bíllinn mun fá sama undirvagn og Alfa Romeo Giorgio og mun hann koma á markað árið 2019 og verða framleiddur á Ítalíu og sá bíll mun fá sömu vélar og finnast núna í Alfa Romeo Stelvio sportjeppanum. Bílgerðum Dodge verður fækkað á næstunni og mun bílar eins og Dart og Viper hverfa af sjónarsviðinu. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent
Það er þekkt að bílafyrirtæki sem tilheyra sömu bílafjölskyldu noti sömu íhluti, svo sem undirvagna. Bæði Dodge og Maserati tilheyra Fiat Chrysler bílafjölskyldunni og þar á bæ hefur verið ákveðið að Dodge Charger muni fá sama undirvagn og er nú undir Maserati Ghibli bílnum. Til stóð reyndar að margir af bílum Fiat Chrysler Automobiles myndu fá undirvagninn frá Alfa Romeo Giorgio, en það verður ekki í tilfelli Doge Charger. Bæði Dodge Charger og Challenger munu fá andlitslyftingu á núverandi kynslóð árið 2019 og ný kynslóð þeirra beggja verður kynnt árið 2021. Það verður þá sem Dodge Charger mun fá sama undirvagn og Maserati Ghibli bíllinn. Dodge Journey bíllinn mun fá sama undirvagn og Alfa Romeo Giorgio og mun hann koma á markað árið 2019 og verða framleiddur á Ítalíu og sá bíll mun fá sömu vélar og finnast núna í Alfa Romeo Stelvio sportjeppanum. Bílgerðum Dodge verður fækkað á næstunni og mun bílar eins og Dart og Viper hverfa af sjónarsviðinu.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent