Erlent

Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjóna i skjóli í Las Vegas.
Lögregluþjóna i skjóli í Las Vegas. Vísir/AFP
Lögreglan í Las Vegast birti nú í morgun samansett myndband sem unnið er úr myndböndum frá líkamsmyndavélum lögregluþjóna.

Á myndbandinu má sjá hve mikil óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls þegar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim.

59 létu lífið og rúmlega 500 særðust þegar Paddock hóf skothríð á um tuttugu þúsund tónleikagesti í Las Vegas.

Myndbandið að neðan gæti valdið óhug.


Tengdar fréttir

Segir Paddock hafa verið sjúkan

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×