Segir Paddock hafa verið sjúkan Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2017 13:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. Það verði gert seinna meir. Minnst 59 eru látnir og rúmlega 500 særðir eftir að 64 ára maður hóf skothríð á um tuttugu þúsund tónleikagesti í Las Vegas aðfaranótt mánudagsins. Trump sagði ljóst að Stephen Paddock hefði verið „sjúkur“ og hefði átt við geðræn vandamál að stríða. „Mörg vandamál, held ég, og við erum að skoða það mjög, mjög alvarlega,“ sagði Trump við blaðamenn á leið til Puerto Rico samkvæmt Sky News.Rannsakendur hafa ekki fundið svör við spurningum um tilefni árásarinnar og engin tengsl á milli Paddock og Íslamska ríkisins hafa fundist. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir Paddock hafa verið vígamann samtakanna.Byssulöggjöf óviðeigandi „Það sem gerðist í Las Vegas var að mörgu leyti kraftaverk. Lögreglan hefur unnið svo frábært starf og við munum tala um byssulöggjöf seinna,“ sagði Trump einnig við blaðamenn. Í gær vildu talsmenn Hvíta hússins ekki svara spurningum um byssulöggjöf Bandaríkjanna. Þess í stað sagði Sarah Huckabee Sanders að það væri óviðeigandi að tala um stjórnmál og stefnumál að svo stöddu. Dagurinn væri til þess að syrgja. Skömmu seinna sagði hún hins vegar að byssulöggjöfin í Chicago væri sú strangasta í ríkinu og þar hefðu rúmlega fjögur þúsund manns fallið fyrir byssum í fyrra. Einn blaðamaður benti Sanders þó á það að eftir árásina í Orlando í fyrra, sem framin var af múslima, hefði forsetinn verið mættur á Twitter þann sama dag til að tala um „múslima-bannið“ sitt svokallaða.Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir hertri löggjöf í kjölfar árásarinnar og beitt samstarfsmenn sína úr Repúblikanaflokknum þrýstingi. Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. Það verði gert seinna meir. Minnst 59 eru látnir og rúmlega 500 særðir eftir að 64 ára maður hóf skothríð á um tuttugu þúsund tónleikagesti í Las Vegas aðfaranótt mánudagsins. Trump sagði ljóst að Stephen Paddock hefði verið „sjúkur“ og hefði átt við geðræn vandamál að stríða. „Mörg vandamál, held ég, og við erum að skoða það mjög, mjög alvarlega,“ sagði Trump við blaðamenn á leið til Puerto Rico samkvæmt Sky News.Rannsakendur hafa ekki fundið svör við spurningum um tilefni árásarinnar og engin tengsl á milli Paddock og Íslamska ríkisins hafa fundist. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir Paddock hafa verið vígamann samtakanna.Byssulöggjöf óviðeigandi „Það sem gerðist í Las Vegas var að mörgu leyti kraftaverk. Lögreglan hefur unnið svo frábært starf og við munum tala um byssulöggjöf seinna,“ sagði Trump einnig við blaðamenn. Í gær vildu talsmenn Hvíta hússins ekki svara spurningum um byssulöggjöf Bandaríkjanna. Þess í stað sagði Sarah Huckabee Sanders að það væri óviðeigandi að tala um stjórnmál og stefnumál að svo stöddu. Dagurinn væri til þess að syrgja. Skömmu seinna sagði hún hins vegar að byssulöggjöfin í Chicago væri sú strangasta í ríkinu og þar hefðu rúmlega fjögur þúsund manns fallið fyrir byssum í fyrra. Einn blaðamaður benti Sanders þó á það að eftir árásina í Orlando í fyrra, sem framin var af múslima, hefði forsetinn verið mættur á Twitter þann sama dag til að tala um „múslima-bannið“ sitt svokallaða.Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir hertri löggjöf í kjölfar árásarinnar og beitt samstarfsmenn sína úr Repúblikanaflokknum þrýstingi.
Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49