Erlent

Fá Nóbelsverðlaunin fyrir að finna þyngdarbylgjur Einstein

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísindamaðurinn Kip Thorne er einn þeirra sem hlaut nóbelsverðlaunin í dag.
Vísindamaðurinn Kip Thorne er einn þeirra sem hlaut nóbelsverðlaunin í dag. Vísir/EPA
Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim.

Vísindamenn fundu í fyrsta sinn þyngdarbylgjur á síðasta ári. Markaði það tímamót í stjarnvísindum og áttu þremenningarnir stóran þátt í því að þyngdarbylgjurnar fundust en Albert Einstein spáði fyrstur fyrir um tilvist þyngdarbylgja fyrir um 100 árum síðan.

Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur sem markar tímamót í stjarnvísindum

Í rökstuðningi Nóbelnefndarinnar segir að uppgötvunin „opni nýja og óséða heima“ auk þess sem að „fjöldi uppgötvunina“ bíði þeirra sem haldi áfram rannsóknum á þyngdarbylgjum.

Weiss, Barish og Thorne voru aðalsprauturnar í smíði á víxlunarnemum sem innihalda leysigeisla og voru þessi tæki nýtt til að nema þyngdarbylgjurnar.  Weiss fær helming verðlaunafésins, en þeir Barish og Thorne skipta því sem eftir er á milli sín. Verðlaunaféð er níu milljónir sænskra króna, um um 115 milljónir íslenskra króna.

Nánar má lesa um þyngdarbylgjur á Vísindavefnum auk þess sem að skýringarmyndband um mælitæki þau sem námu þyngdarbylgjurnar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola

Merk tímamót urðu í stjarnvísindum í gær þegar vísindamenn í Bandaríkjunum skýrðu frá því að þyngdarbylgjur hefðu greinst í fyrsta sinn. Albert Einstein spáði um tilvist þyngdarbylgja fyrir nærri hundrað árum.

Þyngdarbylgjur á mannamáli

Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður útskýrði uppgötvun gærdagsins á mannamáli.

Gullöld á næsta leiti

Árið 2016 var glæsilegt í vísindasögunni og gullöld erfðavísinda á næsta leiti. Á árinu fæddist til að mynda drengur sem á þrjá foreldra. Hvað skyldi árið 2017 bera í skauti sér?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×