Fundu mikið vopnabúr heima hjá fjöldamorðingjanum Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 22:50 Byssumaðurinn braut glugga á herbergi sínu á Mandalay Bay-hótelinu og skaut þaðan út á tónleikagesti niðri á götu. Vísir/AFP Lögreglan í Nevada fann átján skotvopn, sprengiefni og þúsundir skotfæra á heimili mannsins sem drap að minnsta kosti 59 manns og særði á sjötta hundrað manna á tónleikum í Las Vegas í gærkvöldi. Á hótelherbergi þaðan sem hann skaut á fólkið fannst fjöldi byssa til viðbótar. Joe Lombardo, sýslumaðurinn í Clark-sýslu sem Las Vegas tilheyrir, segir að lögreglumenn einbeiti sér nú að fjórum stöðum í rannsókn sinni; heimili morðingjans í Mesquite, herbergi á Mandalay Bay-hótelinu þaðan sem hann skaut, tónleikastaðurinn og hús í norðurhluta Nevada. Þá fundust nokkur kíló af ammóníumnítrati sem er notað við sprengjugerð í bíl morðingjans. Ríkisstjóri Nevada hefur lýst yfir neyðarástandi í Clark-sýslu. CNN segir að fólk hafi beðið í allt að átta klukkustundir eftir að geta gefið blóð eftir að borgarstjóri Las Vegas óskaði eftir blóðgjöfum.Lögreglubílar lokuðu veginum að hverfi eldri borgara í bænum Mesquite þar sem fjöldamorðinginn bjó.Vísir/AFPMorðinginn heitir Stephen Paddock og var 64 ára gamall. Hann er talinn hafa stytt sér aldur eftir að hann myrti tugi manna og særði 527 á kántrítónleikum. Vitni lýstu skothríð sem stóð yfir í tíu til fimmtán mínútur og hljómaði eins og hún kæmi úr sjálfvirkum vopnum. Paddock skaut fólkið út um glugga á 32. hæð hótelsins. Talið er að hann hafi notast hamar til að brjóta gluggann. Skotárásin er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna.AP-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum að 17 skotvopn hafi fundist á hótelherberginu. Lombardo sagði fyrr í dag að tíu byssur hefðu fundist þar. Lögreglan vill enn ná tali af Marilou Carney, kærustu Paddock. Hún er stödd erlendis á ferðalagi. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Lögreglan í Nevada fann átján skotvopn, sprengiefni og þúsundir skotfæra á heimili mannsins sem drap að minnsta kosti 59 manns og særði á sjötta hundrað manna á tónleikum í Las Vegas í gærkvöldi. Á hótelherbergi þaðan sem hann skaut á fólkið fannst fjöldi byssa til viðbótar. Joe Lombardo, sýslumaðurinn í Clark-sýslu sem Las Vegas tilheyrir, segir að lögreglumenn einbeiti sér nú að fjórum stöðum í rannsókn sinni; heimili morðingjans í Mesquite, herbergi á Mandalay Bay-hótelinu þaðan sem hann skaut, tónleikastaðurinn og hús í norðurhluta Nevada. Þá fundust nokkur kíló af ammóníumnítrati sem er notað við sprengjugerð í bíl morðingjans. Ríkisstjóri Nevada hefur lýst yfir neyðarástandi í Clark-sýslu. CNN segir að fólk hafi beðið í allt að átta klukkustundir eftir að geta gefið blóð eftir að borgarstjóri Las Vegas óskaði eftir blóðgjöfum.Lögreglubílar lokuðu veginum að hverfi eldri borgara í bænum Mesquite þar sem fjöldamorðinginn bjó.Vísir/AFPMorðinginn heitir Stephen Paddock og var 64 ára gamall. Hann er talinn hafa stytt sér aldur eftir að hann myrti tugi manna og særði 527 á kántrítónleikum. Vitni lýstu skothríð sem stóð yfir í tíu til fimmtán mínútur og hljómaði eins og hún kæmi úr sjálfvirkum vopnum. Paddock skaut fólkið út um glugga á 32. hæð hótelsins. Talið er að hann hafi notast hamar til að brjóta gluggann. Skotárásin er sögð sú mannskæðasta í samtímasögu Bandaríkjanna.AP-fréttastofan hefur eftir tveimur embættismönnum að 17 skotvopn hafi fundist á hótelherberginu. Lombardo sagði fyrr í dag að tíu byssur hefðu fundist þar. Lögreglan vill enn ná tali af Marilou Carney, kærustu Paddock. Hún er stödd erlendis á ferðalagi.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57