General Motors stefnir á bensínlausa framtíð Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 22:39 Chevrolet Bolt, rafbíll frá General Motors. Einn af stærstu bílaframleiðendum í heimi, General Motors, hefur tilkynnt að fyrirtækið stefni hraðbyri að því að hætta framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Greint er frá því á vef Washington Post að Genaral Motors muni senda frá sér tvær gerðir af rafbílum á næsta ári og átján til viðbótar fyrir árið 2023. Fyrirtækið bauð fjölmiðlum til fundar fyrr í dag en þar sagði einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins að breytingin úr eldsneytisbílum í rafbíla muni taka tíma, en þetta sé stefnan sem fyrirtækið mun fylgja. „General Motors trúir á rafbílaframtíð,“ er haft eftir Mark Reuss á vef Washington Post. „Þrátt fyrir að eitthvað sé í það, þá er GM staðráðið í að auka notkun og samþykki fyrir rafknúnum ökutækjum.“Reuss er sagður hafa forðast að svara spurningum um hvenær nákvæmlega fyrirtækið mun láta af framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en minntist á að fyrirtækið sé of stórt til að leggja mat á það að svo stöddu.General Motors var þriðji stærsti bílaframleiðandinn í heimi árið 2016, en það ár sló fyrirtækið eigið met með því að selja 10 milljónir ökutækja. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent
Einn af stærstu bílaframleiðendum í heimi, General Motors, hefur tilkynnt að fyrirtækið stefni hraðbyri að því að hætta framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Greint er frá því á vef Washington Post að Genaral Motors muni senda frá sér tvær gerðir af rafbílum á næsta ári og átján til viðbótar fyrir árið 2023. Fyrirtækið bauð fjölmiðlum til fundar fyrr í dag en þar sagði einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins að breytingin úr eldsneytisbílum í rafbíla muni taka tíma, en þetta sé stefnan sem fyrirtækið mun fylgja. „General Motors trúir á rafbílaframtíð,“ er haft eftir Mark Reuss á vef Washington Post. „Þrátt fyrir að eitthvað sé í það, þá er GM staðráðið í að auka notkun og samþykki fyrir rafknúnum ökutækjum.“Reuss er sagður hafa forðast að svara spurningum um hvenær nákvæmlega fyrirtækið mun láta af framleiðslu ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, en minntist á að fyrirtækið sé of stórt til að leggja mat á það að svo stöddu.General Motors var þriðji stærsti bílaframleiðandinn í heimi árið 2016, en það ár sló fyrirtækið eigið met með því að selja 10 milljónir ökutækja.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent