Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. október 2017 06:00 Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason vilja reisa nýtt hús fjölskyldunnar á lóðinni í Hafnarfirði en baráttan er þrautin þyngri. vísir/vilhelm Það ræðst í dag hvort fimm manna fjölskylda, sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna veggjatítlna og myglu í miðbæ Hafnarfjarðar í vor, fær að byggja nýtt draumahús í stað þess sem úrskurðað hefur verið ónýtt. Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason, sem búa nú með börnum sínum þremur í leiguhúsnæði eftir martröðina í vor, vilja fá að reisa nýtt og stærra steinhús í gömlum byggingarstíl. Þau bíða nú niðurstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Austurgötu 36. Anna segir baráttuna við óliðlegt og ósveigjanlegt kerfið hafa tekið verulega á og framlengt óþarflega martröðina sem málið hefur verið. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús.“ Líkt og fram kom í fjölmiðlum höfðu Anna og Ingvar farið í minniháttar viðhald á húsinu um páskana þegar versti ótti húsnæðiseigenda var staðfestur. Veggjatítlur fundust í húsinu, mygla í þakinu og húsið var úrskurðað ónýtt. Þau höfðu búið í húsinu frá árinu 2012 og var þriðja barn þeirra nokkurra vikna gamalt þegar málið kom upp. Þar sem húsið var friðað þurfti Minjastofnun að veita sérstakt leyfi til að það yrði rifið. Það leyfi var veitt. Bærinn veitti fjölskyldunni styrk til að rífa húsið en enn á eftir að samþykkja niðurrifið formlega. Samhugur fólks varð til þess að hrint var af stað söfnun fyrir fjölskylduna sem stóð húsnæðislaus eftir. Síðan í sumar hafa málin hins vegar dregist á langinn. „Við héldum, kannski í einfeldni okkar, að það væri vilji til að koma þessu fljótt og vel í gegn þar sem einhver myndi leiða okkur í gegnum þetta. En við höfum þurft að berjast út í eitt fyrir okkar hóflegu kröfum sem studdar eru af embættismönnum og Minjastofnun. Við erum orðin mjög þreytt á að standa í að eyða öllum kvöldum í að skrifa bréf, lesa deili- og aðalskipulag, lesa lögin– ofan á allt,“ segir Anna sem vill að ráðið setji mál þeirra í samhengi. Fjölmörg dæmi séu um sambærilega framkvæmd í miðbænum. Verði þeim synjað fari allt í lás. „Við erum ekki tilbúin til að byggja þarna lítið bárujárnshús. Við erum orðin þreytt á þessum slag og við munu ekki rífa þetta hús án þess að vita hvað við fáum að byggja í staðinn. Ef þeir ætla að tefja þetta eða fresta út í hið óendanlega þá verður húsið bara þarna. Við erum búin að segja skipulagsfulltrúa það.“ Anna segir þau vona að tillaga þeirra verði samþykkt. Gangi allt að óskum geta þau þó aldrei byrjað að byggja fyrr en um áramót. Ferlið sé langt og strangt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Það ræðst í dag hvort fimm manna fjölskylda, sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna veggjatítlna og myglu í miðbæ Hafnarfjarðar í vor, fær að byggja nýtt draumahús í stað þess sem úrskurðað hefur verið ónýtt. Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason, sem búa nú með börnum sínum þremur í leiguhúsnæði eftir martröðina í vor, vilja fá að reisa nýtt og stærra steinhús í gömlum byggingarstíl. Þau bíða nú niðurstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Austurgötu 36. Anna segir baráttuna við óliðlegt og ósveigjanlegt kerfið hafa tekið verulega á og framlengt óþarflega martröðina sem málið hefur verið. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús.“ Líkt og fram kom í fjölmiðlum höfðu Anna og Ingvar farið í minniháttar viðhald á húsinu um páskana þegar versti ótti húsnæðiseigenda var staðfestur. Veggjatítlur fundust í húsinu, mygla í þakinu og húsið var úrskurðað ónýtt. Þau höfðu búið í húsinu frá árinu 2012 og var þriðja barn þeirra nokkurra vikna gamalt þegar málið kom upp. Þar sem húsið var friðað þurfti Minjastofnun að veita sérstakt leyfi til að það yrði rifið. Það leyfi var veitt. Bærinn veitti fjölskyldunni styrk til að rífa húsið en enn á eftir að samþykkja niðurrifið formlega. Samhugur fólks varð til þess að hrint var af stað söfnun fyrir fjölskylduna sem stóð húsnæðislaus eftir. Síðan í sumar hafa málin hins vegar dregist á langinn. „Við héldum, kannski í einfeldni okkar, að það væri vilji til að koma þessu fljótt og vel í gegn þar sem einhver myndi leiða okkur í gegnum þetta. En við höfum þurft að berjast út í eitt fyrir okkar hóflegu kröfum sem studdar eru af embættismönnum og Minjastofnun. Við erum orðin mjög þreytt á að standa í að eyða öllum kvöldum í að skrifa bréf, lesa deili- og aðalskipulag, lesa lögin– ofan á allt,“ segir Anna sem vill að ráðið setji mál þeirra í samhengi. Fjölmörg dæmi séu um sambærilega framkvæmd í miðbænum. Verði þeim synjað fari allt í lás. „Við erum ekki tilbúin til að byggja þarna lítið bárujárnshús. Við erum orðin þreytt á þessum slag og við munu ekki rífa þetta hús án þess að vita hvað við fáum að byggja í staðinn. Ef þeir ætla að tefja þetta eða fresta út í hið óendanlega þá verður húsið bara þarna. Við erum búin að segja skipulagsfulltrúa það.“ Anna segir þau vona að tillaga þeirra verði samþykkt. Gangi allt að óskum geta þau þó aldrei byrjað að byggja fyrr en um áramót. Ferlið sé langt og strangt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45
Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27