Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 14:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, labbar að púltinu áður en hann ávarpar þjóð sína. Vísir/afp Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir skotárásinni í Las Vegas sem hreinni illsku. Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 50 manns eru látnir og á fimmta hundrað særðir. „Þetta var hrein illska. Bandaríska alríkislögreglan og varnarmálaráðuneytið vinna náið með yfirvöldum á staðnum og aðstoða við rannsókn málsins. Þeir munu veita upplýsingar varðandi rannsóknina og hvernig hún þróast,“ sagði Trump. Þá þakkaði hann lögreglunni í Las Vegas og öðrum viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir vinnu þeirra. „Hversu hratt þeir brugðust við er líkast kraftaverki. Að hafa fundið árásarmanninn svo fljótt eftir að fyrstu skotunum var hleypt af er eitthvað sem við verðum ævinlega þakklát fyrir.“ Trump sagði að bandaríski fáninn yrði í hálfa stöng til minningar um fórnarlömb árásarinnar. „Á tímum sorgar og hryllings sameinast Bandaríkjamenn og verðum sem einn maður. Það höfum við alltaf gert,“ sagði forsetinn. „Samstaða okkar verður ekki rofin með illsku.“ Trump greindi síðan frá því að hann muni heimsækja Las Vegas á miðvikudag og hitta lögregluna og viðbragsðaðila sem og fjölskyldur þeirra sem létust. Í lok ávarpsins var Trump svo á trúarlegum nótum: „Megi Guð blessa sálir þeirra sem létust [...] og megi Guð gefa fjöldskyldum þeirra styrk til að halda áfram. Þakka ykkur og Guð blessi Ameríku.“ Sjá má ávarpið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir skotárásinni í Las Vegas sem hreinni illsku. Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 50 manns eru látnir og á fimmta hundrað særðir. „Þetta var hrein illska. Bandaríska alríkislögreglan og varnarmálaráðuneytið vinna náið með yfirvöldum á staðnum og aðstoða við rannsókn málsins. Þeir munu veita upplýsingar varðandi rannsóknina og hvernig hún þróast,“ sagði Trump. Þá þakkaði hann lögreglunni í Las Vegas og öðrum viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir vinnu þeirra. „Hversu hratt þeir brugðust við er líkast kraftaverki. Að hafa fundið árásarmanninn svo fljótt eftir að fyrstu skotunum var hleypt af er eitthvað sem við verðum ævinlega þakklát fyrir.“ Trump sagði að bandaríski fáninn yrði í hálfa stöng til minningar um fórnarlömb árásarinnar. „Á tímum sorgar og hryllings sameinast Bandaríkjamenn og verðum sem einn maður. Það höfum við alltaf gert,“ sagði forsetinn. „Samstaða okkar verður ekki rofin með illsku.“ Trump greindi síðan frá því að hann muni heimsækja Las Vegas á miðvikudag og hitta lögregluna og viðbragsðaðila sem og fjölskyldur þeirra sem létust. Í lok ávarpsins var Trump svo á trúarlegum nótum: „Megi Guð blessa sálir þeirra sem létust [...] og megi Guð gefa fjöldskyldum þeirra styrk til að halda áfram. Þakka ykkur og Guð blessi Ameríku.“ Sjá má ávarpið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00