Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 14:00 Tónleikagestir hlúa að slösuðum einstakling á vettvangi árásarinnar í gær. Aðrir klifra yfir girðingar og reyna að komast í skjól. Á innfelldu myndinni er árásarmaðurin Stephen Paddock. vísir/afp Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“ Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49