Guðni vill halda veglegt lokahóf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2017 10:45 Guðni Bergsson á lokahófi KSÍ á Broadway árið 2007. Með honum á myndinni eru markaskorararnir Ríkharður Daðason og Anthony Karl Gregory. vísir/daníel Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. Benedikt Bóas Hinriksson gagnrýndi þar KSÍ fyrir að halda ekkert lokahóf lengur og sagði sambandið vera bákn sem sem væri fjarlægt hinum almenna fótboltaáhugamanni. „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna,“ sagði Guðni í Bítinu.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.„Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni. KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ Mætingin á völlinn í sumar var ekki nægilega góð og er á niðurleið. „Þetta er líka þróunin á Norðurlöndunum. Við vitum um allar beinu útsendingarnar sem er auðvitað frábær þjónusta og félögin fá veglegar tekjur af því. Ef það er vont veður og leikur í sjónvarpinu hvað velur fólk þá? Félög með góða aðsókn síðustu ár gekk ekki vel og svona mætti áfram telja. Svo hefur verið talað um hækkun miðaverðs. Það eru margir þættir sem spila inn í. Að KSÍ sé eitthvað bákn sem sé ekki í tengslum við veruleikann er eitthvað sem ég vísa á bug.“Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vaktinni á Broadway árið 2007 þar sem lokahófið var haldið á gamla mátann. Hægt er að skoða myndirnar í myndasyrpunni hér að neðan, með því að smella á örvarnar (í tölvu) eða draga myndirnar (í snjallsíma).Hólmfríður Magnússdóttir og Helgi Sigurðsson voru valin best.Davíð Þór Viðarsson var í banastuði.Rakel Hönnudóttir og Matthías Vilhjálmsson voru valin efnilegust.Verðlaunahafarnir brosandi út að eyrum.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Helgi Sigurðsson fara yfir málin.Ásgeir Aron Ásgeirsson í góðum félagsskap.Rikki Daða, Guðni Bergs og Anthony Karl Gregory hafa allir skorað fyrir íslenska landsliðið.Elvar Geir Magnússon þungt hugsi.Magnús Már, með fingur á lofti, og Hörður Snævar Jónsson.Stuðningsmenn KR og Vals taka við verðlaunum fyrir hönd félags síns. Bræðurnir Páll og Jón Bjarni Kristjánsson fyrir miðju en þeir styðja þá svörtu og hvítu.Lið ársins í Landsbankadeild kvenna.Strákarnir á fótbolti.net í banastuði.Lið ársins í karlaboltanum.Helgi Sigurðsson skemmti sér vel með Kristjáni Valdimarssyni.Gummi Ben, Katrín Jóns og Baldur Ingimar Aðalsteinsson með verðlaun sín.Markamaskínur sumarsins með verðlaun sín.Hrefna Jóhannesdóttir raðaði inn mörkunum með KR.Magnús Már Einarsson lék við hvern sinn fingur, jafnvel þumalfingur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn