Andri jafnaði metið og Víkingur féll Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2017 06:00 Bjarni Ólafur Eiríksson lyftir 21. Íslandsmeistarabikar Valsmanna á loft vísir/anton brink Lokaumferð Pepsi deildar karla var spiluð á laugardag, og ríkti mikil spenna fyrir hana. Andri Rúnar Bjarnason gat jafnað eða bætt markametið, ÍBV og Víkingur Ó. kepptust um að halda sæti sínu í deildinni að ári og FH gat rænt öðru sæti deildarinnar af Stjörnunni. Það fór svo að Andri Rúnar skoraði eitt mark og jafnaði metið, FH mistókst að taka annað sætið og var það því í fyrsta skipti síðan 2002 sem FH lendir ekki í öðru tveggja efstu sætanna. Víkingi Ó. mistókst að vinna ÍA og féll því úr efstu deild með andstæðingunum frá Akranesi. Það var mikil pressa á Bolvíkingnum Andra Rúnari Bjarnasyni fyrir leik Grindavíkur gegn Fjölni í gær. Andri Rúnar hafði skorað 18 mörk á tímabilinu og var beðið með eftirvæntingu hvort hann næði að jafna, eða jafnvel bæta, hið langlífa 19 marka met. Andri fékk frábært tækifæri til þess þegar Grindavík fékk vítaspyrnu á 20. mínútu leiksins. Hann brenndi hins vegar af vítinu og allt útlit var fyrir að markið myndi ekki koma. En allt kom fyrir ekki og skoraði Andri Rúnar sigurmark Grindavíkur á 88. mínútu leiksins og er kominn í hinn fræga 19 marka klúbb. „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta. Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst,“ sagði Andri Rúnar eftir leikinn í gær. Hann sagði einnig að hugurinn leitaði út í atvinnumennsku, en ef hann yrði áfram á Íslandi á næsta tímabili myndi hann skora 20 mörk og slá metið.Andra Rúnari Bjarnasyni var færður gullskórinn frá Adidas eftir sigur Grindvíkinga.vísir/silja úlfarsdóttirFyrir leiki helgarinnar munaði einu stigi á ÍBV og Víkingi Ó. í 10. og 11. sæti deildarinnar. Vestmannaeyingar fengu KA í heimsókn á Hásteinsvöll og Ólsarar fóru á Skipaskaga og mættu föllnum ÍA-mönnum. ÍBV átti ekki í neinum vandræðum með Akureyringa og unnu 3-0 sigur og tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Á meðan vantaði allt líf í Ólsara og var ekki að sjá á leik þeirra að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu. Leikurinn á Akranesi endaði í markalausu jafntefli og liðin af Vesturlandi fara saman í Inkasso deildina að ári. „Ég er bara mjög ánægður, við spiluðum mjög vel í dag og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Ég hafði engar áhyggjur af þessu, án gríns, þú getur rætt við hvern sem er hérna í Vestmannaeyjum að ég var búinn að segja „3-0 og ég skora tvö,“ og það var einmitt það sem gerðist í dag,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir leikinn. Hann endaði sem markahæstur manna ÍBV með 10 mörk á tímabilinu. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. sagðist ekki vita hvort hann myndi halda áfram með liðið eftir tímabilið. Hann var að vonum ekki sáttur með úrslitin, en samt stoltur af sínu liði. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi, mér fannst við gera nóg til að skora eitt mark. Það er kannski ekki margt meira að segja um það,“ sagði Ejub eftir leikinn.Niðurlútur Ejub gengur af velli á AkranesiVísir/Hanna AndrésdóttirÞað gerðist síðast fyrir 15 árum að FH endaði ekki í öðru tveggja efstu sætanna í deildinni. Þeir voru í þriðja sæti fyrir lokaumferðina en gátu stolið öðru sætinu af Garðbæingum ef þeir ynnu Breiðablik og Stjarnan tapaði fyrir KR í Vesturbænum. Það fór hins vegar svo að Stjarnan vann sinn leik, en FH tapaði fyrir Blikum og enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Ekki alslæmur árangur, en vonbrigðatímabil fyrir fráfarandi Íslandsmeistara. „Það þarf bara að fara í einhverja vinnu núna. Við leikmenn þurfum bara að líta í eigin barm. Við getum ekki verið sáttir með þessa frammistöðu. Við þurfum að skoða hvað hefur farið úrskeiðis og hvað við getum gert til að koma sterkari til leiks að ári,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH eftir leikinn. Hann segir leikmennina verða að bera ábyrgð, hún liggi ekki öll hjá þjálfaranum. „Það er ekki hann sem hefur verið inni á vellinum í sumar og það erum við leikmennirnir sem þurfum að axla ábyrgð á þessu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira
Lokaumferð Pepsi deildar karla var spiluð á laugardag, og ríkti mikil spenna fyrir hana. Andri Rúnar Bjarnason gat jafnað eða bætt markametið, ÍBV og Víkingur Ó. kepptust um að halda sæti sínu í deildinni að ári og FH gat rænt öðru sæti deildarinnar af Stjörnunni. Það fór svo að Andri Rúnar skoraði eitt mark og jafnaði metið, FH mistókst að taka annað sætið og var það því í fyrsta skipti síðan 2002 sem FH lendir ekki í öðru tveggja efstu sætanna. Víkingi Ó. mistókst að vinna ÍA og féll því úr efstu deild með andstæðingunum frá Akranesi. Það var mikil pressa á Bolvíkingnum Andra Rúnari Bjarnasyni fyrir leik Grindavíkur gegn Fjölni í gær. Andri Rúnar hafði skorað 18 mörk á tímabilinu og var beðið með eftirvæntingu hvort hann næði að jafna, eða jafnvel bæta, hið langlífa 19 marka met. Andri fékk frábært tækifæri til þess þegar Grindavík fékk vítaspyrnu á 20. mínútu leiksins. Hann brenndi hins vegar af vítinu og allt útlit var fyrir að markið myndi ekki koma. En allt kom fyrir ekki og skoraði Andri Rúnar sigurmark Grindavíkur á 88. mínútu leiksins og er kominn í hinn fræga 19 marka klúbb. „Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta. Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst,“ sagði Andri Rúnar eftir leikinn í gær. Hann sagði einnig að hugurinn leitaði út í atvinnumennsku, en ef hann yrði áfram á Íslandi á næsta tímabili myndi hann skora 20 mörk og slá metið.Andra Rúnari Bjarnasyni var færður gullskórinn frá Adidas eftir sigur Grindvíkinga.vísir/silja úlfarsdóttirFyrir leiki helgarinnar munaði einu stigi á ÍBV og Víkingi Ó. í 10. og 11. sæti deildarinnar. Vestmannaeyingar fengu KA í heimsókn á Hásteinsvöll og Ólsarar fóru á Skipaskaga og mættu föllnum ÍA-mönnum. ÍBV átti ekki í neinum vandræðum með Akureyringa og unnu 3-0 sigur og tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Á meðan vantaði allt líf í Ólsara og var ekki að sjá á leik þeirra að þeir væru að berjast fyrir lífi sínu. Leikurinn á Akranesi endaði í markalausu jafntefli og liðin af Vesturlandi fara saman í Inkasso deildina að ári. „Ég er bara mjög ánægður, við spiluðum mjög vel í dag og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Ég hafði engar áhyggjur af þessu, án gríns, þú getur rætt við hvern sem er hérna í Vestmannaeyjum að ég var búinn að segja „3-0 og ég skora tvö,“ og það var einmitt það sem gerðist í dag,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson eftir leikinn. Hann endaði sem markahæstur manna ÍBV með 10 mörk á tímabilinu. Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. sagðist ekki vita hvort hann myndi halda áfram með liðið eftir tímabilið. Hann var að vonum ekki sáttur með úrslitin, en samt stoltur af sínu liði. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi, mér fannst við gera nóg til að skora eitt mark. Það er kannski ekki margt meira að segja um það,“ sagði Ejub eftir leikinn.Niðurlútur Ejub gengur af velli á AkranesiVísir/Hanna AndrésdóttirÞað gerðist síðast fyrir 15 árum að FH endaði ekki í öðru tveggja efstu sætanna í deildinni. Þeir voru í þriðja sæti fyrir lokaumferðina en gátu stolið öðru sætinu af Garðbæingum ef þeir ynnu Breiðablik og Stjarnan tapaði fyrir KR í Vesturbænum. Það fór hins vegar svo að Stjarnan vann sinn leik, en FH tapaði fyrir Blikum og enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Ekki alslæmur árangur, en vonbrigðatímabil fyrir fráfarandi Íslandsmeistara. „Það þarf bara að fara í einhverja vinnu núna. Við leikmenn þurfum bara að líta í eigin barm. Við getum ekki verið sáttir með þessa frammistöðu. Við þurfum að skoða hvað hefur farið úrskeiðis og hvað við getum gert til að koma sterkari til leiks að ári,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH eftir leikinn. Hann segir leikmennina verða að bera ábyrgð, hún liggi ekki öll hjá þjálfaranum. „Það er ekki hann sem hefur verið inni á vellinum í sumar og það erum við leikmennirnir sem þurfum að axla ábyrgð á þessu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Sjá meira