Formúla 1

Afmælisbarnið vann í Malasíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rúnar Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport fer yfir öll helstu atvikin úr spennandi Malasíukappakstri í Formúlu 1. Uppgjörsþátturinn er í spilara í fréttinni.

Martröð Ferrari manna hélt áfram, þeir komu Sebastian Vettel ekki af stað í tímatökunni í gær og Kimi Raikkonen komst ekki af stað í keppninni í dag. Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton snemma í keppninni og tók forystuna sem hann lét aldrei af hendi. Vettel lágmarkaði skaðan með frábærum akstri í dag. Verstappen varð tvítugur í gær og fagnaði því með því að vinna keppnina í dag.


Tengdar fréttir

Hamilton á ráspól og Vettel aftastur

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma.

Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól

Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×