Fernando Alonso áfram hjá McLaren Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. október 2017 21:15 Fernando Alonso heldur áfram með McLaren, þrátt fyrir þrjú erfið ár. Vísir/Getty Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 verður áfram hjá McLaren liðinu á næsta ári. Hann hefur sagt að samningurinn sé til margra ára. Framtíð Spánverjans hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið og margir töldu eins árs framlengingu líklegasta kostinn. Miklar sviptingar eru líklegar á ökumannamarkaðnum á næsta ári og Alonso var talinn vilja hafa möguleikana fyrir sér þegar að því kemur. Tilkynning kom frá liðinu fyrr í dag með myndbandi á Facebook síðu liðsins. Myndbandið má sjá í spilara hér að neðan. „Við ræðum aldrei opinberlega um smáatriðin í samningnum en hann er til margra ára og við munum taka stöðuna á hlutunum,“ sagði Alonso. „Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili, við verðum með aðrar væntingar. Við ætlum okkur að koma McLaren á þann stað sem liðið á að vera. Ég vil bara komast til Ástralíu núna,“ sagði Alonso að auki. McLaren liðið sleit sambandi sínu við vélaframleiðandann Honda fyrr á árinu. Líklega hefur aðkoma Renault að McLaren hjálpað til við að halda í Alonso. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Renault liðinu. „Red Bull liðið hefur sýnt í ár að það er hægt að nota Renault vélina, þeir hafa tvisvar náð báðum bílum á verðlaunapall. Nú verðum við að stíga upp og láta það gerast,“ sagði Alonso að lokum. Formúla Tengdar fréttir Button: Hamilton er að njóta lukkunnar sem skorti í fyrra Jenson Button telur að Lewis Hamilto sé að njóta góðs í ár af þeirri óheppni sem hann þurfti að þola í fyrra. 16. október 2017 17:45 Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 verður áfram hjá McLaren liðinu á næsta ári. Hann hefur sagt að samningurinn sé til margra ára. Framtíð Spánverjans hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið og margir töldu eins árs framlengingu líklegasta kostinn. Miklar sviptingar eru líklegar á ökumannamarkaðnum á næsta ári og Alonso var talinn vilja hafa möguleikana fyrir sér þegar að því kemur. Tilkynning kom frá liðinu fyrr í dag með myndbandi á Facebook síðu liðsins. Myndbandið má sjá í spilara hér að neðan. „Við ræðum aldrei opinberlega um smáatriðin í samningnum en hann er til margra ára og við munum taka stöðuna á hlutunum,“ sagði Alonso. „Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili, við verðum með aðrar væntingar. Við ætlum okkur að koma McLaren á þann stað sem liðið á að vera. Ég vil bara komast til Ástralíu núna,“ sagði Alonso að auki. McLaren liðið sleit sambandi sínu við vélaframleiðandann Honda fyrr á árinu. Líklega hefur aðkoma Renault að McLaren hjálpað til við að halda í Alonso. Hann varð tvisvar heimsmeistari með Renault liðinu. „Red Bull liðið hefur sýnt í ár að það er hægt að nota Renault vélina, þeir hafa tvisvar náð báðum bílum á verðlaunapall. Nú verðum við að stíga upp og láta það gerast,“ sagði Alonso að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Button: Hamilton er að njóta lukkunnar sem skorti í fyrra Jenson Button telur að Lewis Hamilto sé að njóta góðs í ár af þeirri óheppni sem hann þurfti að þola í fyrra. 16. október 2017 17:45 Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Button: Hamilton er að njóta lukkunnar sem skorti í fyrra Jenson Button telur að Lewis Hamilto sé að njóta góðs í ár af þeirri óheppni sem hann þurfti að þola í fyrra. 16. október 2017 17:45
Red Bull flýtir þróun bíl næsta árs Red Bull liðið ætlar að flýta þróun bílsins fyrir næsta ár til að koma í veg fyrir dræma byrjun á tímabilinu, samkvæmt Daniel Ricciardo ökumanni liðsins. 18. október 2017 22:00
Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti