Brasað með rokkhljóð og rúnakefli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2017 10:45 Hafdís verður með fleiri konum að spinna ull á baðstofulofti Árbæjarsafns á laugardaginn. Vísir/Stefán Við tökum að sjálfsögðu mið af umgjörðinni, hún er okkur áhrifavaldur,“ segir Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld og ein þeirra sem standa að tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin er í Árbæjarsafni. Þar verða engar aflífanir heldur er viðburðurinn á vegum S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20 og stendur fram á sunnudag. Hún er sú 8. í röðinni. Meðal atriða kvöldsins er sýning á fornu handverki strákanna í sjálfstjórnarhéraðinu Dráttarvél, það felst í geisladiskabrennslu og litþrykki Þyrnitúns-Sáms og annarra, Jón Guðmundsson leikur á spænskt langspil og Áki Ásgeirsson kveður upp úr rúnakefli Magnúsar Jenssonar. Um eigið framlag segir Hafdís að í kvöld klukkan 20 verði frumflutt tónlistarmyndband í Kornhúsinu sem hin finnska Lara Matikainen hafi gert fyrir hana við tónlist á nýútkominni plötu. „Á laugardaginn ætla ég að planta plötunni minni einhvers staðar þar sem fólk getur hlustað á hana í heyrnartólum í rólegheitum í gömlu húsi og þann dag ætla ég líka að vera í spunahópi kvenna með rokka og brasa svolítið með hljóðið. Við verðum undir súð í baðstofu gamla bæjarins, að sjálfsögðu.“ Dúó Harpverk verður með tónleika í Lækjargötuhúsinu annað kvöld klukkan 20 og efnisskráin er blönduð, að sögn Hafdísar. „Þar verða flutt gömul verk eftir okkur við texta úr ýmsum áttum. Á laugardaginn munu heyrast tónar úr hinum ýmsu kimum safnsins. Þá dreifir listafólkið sér og leikur fyrir almenna safngesti og alla sem eiga leið hjá. „Á Árbæjarsafni er einmitt oft opið hús um helgar þar sem fólk getur skottast um og séð og heyrt hitt og þetta, við yfirtökum það aðeins þessa helgi,“ segir Hafdís glaðlega. Hún nefnir óperu Guðmundar Steins, Einvaldsóð, sem flutt verður í gömlu Árbæjarkirkjunni klukkan 15. „Þar er takmarkaður sætafjöldi en óperan verður sýnd aftur á sunnudaginn á sama tíma,“ tekur hún fram. „Guðmundur hefur verið að grúska í gamalli íslenskri tónlist og kvæðum og byggir óperuna á texta eftir sr. Guðmund Erlendsson frá Felli í Sléttuhlíð frá 17. öld. Kvæðið segir sögu heimsins í 307 erindum. Þar er rýnt í sögu nokkurra einvelda sem innihalda sögur af dramblæti og hórdómi og því hvað veraldarhjólið er valt. Á laugardagskvöld verður svo klykkt út með píanótónleikum sem Tinna Þorsteinsdóttir er með klukkan 20, ásamt tónskáldi hátíðarinnar, Charles Ross.“ Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við tökum að sjálfsögðu mið af umgjörðinni, hún er okkur áhrifavaldur,“ segir Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld og ein þeirra sem standa að tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin er í Árbæjarsafni. Þar verða engar aflífanir heldur er viðburðurinn á vegum S.L.Á.T.U.R., Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20 og stendur fram á sunnudag. Hún er sú 8. í röðinni. Meðal atriða kvöldsins er sýning á fornu handverki strákanna í sjálfstjórnarhéraðinu Dráttarvél, það felst í geisladiskabrennslu og litþrykki Þyrnitúns-Sáms og annarra, Jón Guðmundsson leikur á spænskt langspil og Áki Ásgeirsson kveður upp úr rúnakefli Magnúsar Jenssonar. Um eigið framlag segir Hafdís að í kvöld klukkan 20 verði frumflutt tónlistarmyndband í Kornhúsinu sem hin finnska Lara Matikainen hafi gert fyrir hana við tónlist á nýútkominni plötu. „Á laugardaginn ætla ég að planta plötunni minni einhvers staðar þar sem fólk getur hlustað á hana í heyrnartólum í rólegheitum í gömlu húsi og þann dag ætla ég líka að vera í spunahópi kvenna með rokka og brasa svolítið með hljóðið. Við verðum undir súð í baðstofu gamla bæjarins, að sjálfsögðu.“ Dúó Harpverk verður með tónleika í Lækjargötuhúsinu annað kvöld klukkan 20 og efnisskráin er blönduð, að sögn Hafdísar. „Þar verða flutt gömul verk eftir okkur við texta úr ýmsum áttum. Á laugardaginn munu heyrast tónar úr hinum ýmsu kimum safnsins. Þá dreifir listafólkið sér og leikur fyrir almenna safngesti og alla sem eiga leið hjá. „Á Árbæjarsafni er einmitt oft opið hús um helgar þar sem fólk getur skottast um og séð og heyrt hitt og þetta, við yfirtökum það aðeins þessa helgi,“ segir Hafdís glaðlega. Hún nefnir óperu Guðmundar Steins, Einvaldsóð, sem flutt verður í gömlu Árbæjarkirkjunni klukkan 15. „Þar er takmarkaður sætafjöldi en óperan verður sýnd aftur á sunnudaginn á sama tíma,“ tekur hún fram. „Guðmundur hefur verið að grúska í gamalli íslenskri tónlist og kvæðum og byggir óperuna á texta eftir sr. Guðmund Erlendsson frá Felli í Sléttuhlíð frá 17. öld. Kvæðið segir sögu heimsins í 307 erindum. Þar er rýnt í sögu nokkurra einvelda sem innihalda sögur af dramblæti og hórdómi og því hvað veraldarhjólið er valt. Á laugardagskvöld verður svo klykkt út með píanótónleikum sem Tinna Þorsteinsdóttir er með klukkan 20, ásamt tónskáldi hátíðarinnar, Charles Ross.“
Menning Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira