Menning

Leikmyndin innflutt frá Bretlandi fyrir óperuna Tosca

Þórdís Valsdóttir skrifar
Frá æfingu á Tosca í Eldborgarsal Hörpu í vikunni.
Frá æfingu á Tosca í Eldborgarsal Hörpu í vikunni. íslenska óperan
Íslenska óperan og TVG-Zimsen hafa undirritað samstarfssamning sem segir að næstu misseri muni flutningafyrirtækið flytja leikmyndir til landsins fyrir óperuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen.

TVG-Zimsen sá um allan flutning á leikmyndinni fyrir nýjustu uppsetningu Íslensku óperunnar, Tosca, sem verður frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld.

„Við erum afar stolt af samstarfinu við Íslensku óperuna og að geta stutt við bakið á glæsilegum menningarviðburðum sem Íslenska óperan stendur fyrir. Við fluttum leikmyndina frá Bretlandi og beint í Hörpu þar sem hún var sett upp. Þetta er krefjandi verkefni enda stór og glæsileg leikmynd fyrir þessa frægu óperu. Að sama skapi er þetta mjög skemmtilegt verkefni og við erum full tilhlökkunar alveg eins og flytjendur og allir óperuunnendur fyrir frumsýningunni á laugardagskvöld,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen í tilkynningunni.

Óperan Tosca eftir Giacomo Puccini er ein allra ástsælasta ópera sem samin hefur verið. Tosca fjallar um ástir, afbrýði og átök í skjóli umbyltingatíma í pólitík.

Tónlistin í óperunni er rómantísk og einstaklega áhrifarík enda er verkið alltaf jafn vinsælt.

Með hlutverk í Tosca fara Claire Rutter, Kristján Jóhannsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Bergþór Pálsson, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Sigurbjartur Sturla Atlason.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×