Lögbann lagt á störf Loga Bergmann hjá Árvakri og Símanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 15:01 Logi Bergmann hóf störf hjá Stöð 2 árið 2005. Lögbann hefur verið lagt á störf Loga Bergmann Eiðssonar hjá Árvakri og Símanum en 365 gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vinnu hans hjá fyrirtækjunum þar sem 365 telur Loga brjóta gegn ráðningarsamningi sínum við fyrirtækið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365 en tilkynnt var um að Logi hefði hafið störf hjá Árvakri og Símanum í Morgunblaðinu þann 11. október síðastliðinn. Í tilkynningu 365 segir að Logi hafi sagt upp störfum tveimur dögum fyrr eða þann 9. október síðastliðinn. Sama dag fékk fyrirtækið vitneskju um að Logi hefði ráðið sig til starfa hjá Árvakri en tilkynningu 365 má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Mánudaginn 9. október síðastliðinn sagði Logi Bergmann Eiðsson upp störfum hjá 365. Sama dag barst 365 sú vitneskja að Logi Bergmann hefði ráðið sig fyrir uppsögnina til starfa hjá Árvakri hf. og Sjónvarpi Símans hf. Um það var tilkynnt með frétt í Morgunblaðinu 11. október síðastliðinn. Með þessu braut Logi freklega gegn skyldum sínum á grundvelli ráðningarsamnings við 365, sem kveður á um 12 mánaða uppsagnarfrest og 12 mánaða samkeppnisbann að honum loknum. 365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum. Af tillitsemi við Loga var krafa 365 sú að lögbanninu yrði afmarkaður tími til næstu 12 mánaða í stað 24 mánaða, eins og 365 hefði getað gert kröfu um á grundvelli starfssamnings Loga Bergmanns. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur nú fallist á kröfu 365 og sett lögbann á störf Loga Bergmanns hjá Árvakri og Símanum til 31. október 2018. 365 mun í framhaldinu höfða staðfestingarmál á hendur Loga Bergmanni, eins og lög gera ráð fyrir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Logi segir skilið við 365 Logi Bergmann Eiðsson rær á ný fjölmiðlamið. 11. október 2017 06:38 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Lögbann hefur verið lagt á störf Loga Bergmann Eiðssonar hjá Árvakri og Símanum en 365 gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vinnu hans hjá fyrirtækjunum þar sem 365 telur Loga brjóta gegn ráðningarsamningi sínum við fyrirtækið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365 en tilkynnt var um að Logi hefði hafið störf hjá Árvakri og Símanum í Morgunblaðinu þann 11. október síðastliðinn. Í tilkynningu 365 segir að Logi hafi sagt upp störfum tveimur dögum fyrr eða þann 9. október síðastliðinn. Sama dag fékk fyrirtækið vitneskju um að Logi hefði ráðið sig til starfa hjá Árvakri en tilkynningu 365 má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Mánudaginn 9. október síðastliðinn sagði Logi Bergmann Eiðsson upp störfum hjá 365. Sama dag barst 365 sú vitneskja að Logi Bergmann hefði ráðið sig fyrir uppsögnina til starfa hjá Árvakri hf. og Sjónvarpi Símans hf. Um það var tilkynnt með frétt í Morgunblaðinu 11. október síðastliðinn. Með þessu braut Logi freklega gegn skyldum sínum á grundvelli ráðningarsamnings við 365, sem kveður á um 12 mánaða uppsagnarfrest og 12 mánaða samkeppnisbann að honum loknum. 365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum. Af tillitsemi við Loga var krafa 365 sú að lögbanninu yrði afmarkaður tími til næstu 12 mánaða í stað 24 mánaða, eins og 365 hefði getað gert kröfu um á grundvelli starfssamnings Loga Bergmanns. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur nú fallist á kröfu 365 og sett lögbann á störf Loga Bergmanns hjá Árvakri og Símanum til 31. október 2018. 365 mun í framhaldinu höfða staðfestingarmál á hendur Loga Bergmanni, eins og lög gera ráð fyrir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Logi segir skilið við 365 Logi Bergmann Eiðsson rær á ný fjölmiðlamið. 11. október 2017 06:38 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira