Kínverjar munu framleiða milljón rafmagnsbíla á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2017 12:45 Úr bílasamsetningarverksmiðju í Kína. Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent