Kínverjar munu framleiða milljón rafmagnsbíla á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2017 12:45 Úr bílasamsetningarverksmiðju í Kína. Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent
Einna mesti vöxtur í rafmagnsbílaframleiðslu er austur í Kína. Áætlanir þaðan segja til um að framleiðsla rafmagnsbíla verði komin í 1 milljón bíla á næsta ári. Árið 2020 verður hún orðin 3 milljónir bíla og 7 milljónir árið 2025. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs voru framleiddir 424.000 rafmagnsbílar og var vöxturinn 40,2% á milli ára. Kínverskir ráðamenn liggja nú undir feldi og velta fyrir sér á hvaða ári bannað verður að selja bíla með brunavélar þar, en búast má við yfirlýsingu þess efnis brátt. Kínversk yfirvöld hafa ýtt mjög undir framleiðslu rafmagnsbíla og ætla að taka forystuna í heiminum í þeim efnum. Í Kína eru framleiddir flestir bílar allra landa í heiminum, en þar seldust ríflega 28 milljón bílar í fyrra. Forstjóri BYD bílaframleiðandans kínverska lét hafa eftir sér um daginn að árið 2030 muni líklega enginn kínverskur bílaframleiðandi enn framleiða bíla með hefðbundnum brunavélum.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent