Sætur Daihatsu í Tokýó Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2017 09:58 Daihatsu DN Compagno. Hver man ekki eftir Daihatsu Charade eða Rocky bílunum sem voru hér fjölmargir á götunum á árum áður? Daihatsu fyrirtækið er langt frá því dautt úr öllum æðum þó svo bílar þeirra séu ekki lengur til sölu hérlendis. Toyota á nú ráðandi hlut í Daihatsu og fyrirtækið sérhæfir sig áfram í framleiðslu á smáum og ódýrum bílum. Ágætt dæmi um það er nýr bíll Daihatsu sem fyrirtækið ætlar að kynna seinna í mánuðinum á Tokyo Motor Show, en hann ber nafnið DN Compagno. Þessi smái bíll er með 1,0 lítra vél með forþjöppu, en mun einnig fást með 1,2 lítra vél með Hybrid kerfi. Útlit bílsins minnir mjög á bíla sem framleiddir voru á sjöunda áratug síðustu aldar, en það á sko alls ekki við innréttinguna, sem er mjög nútímaleg með stórum stafrænum skjám og hlaðinn nýjustu tækni. Stýri bílsins er klætt leðri og saumað saman með rauðum þræði og ferlega sportlegt. Svona litlir bílar frá Daihatsu eru aðallega ætlaðir á heimamarkaði í Japan og lágverðssvæði, enda ódýrir mjög.Innréttingin og mælaborðið er ólíkt ytra útlitinu mjög framúrstefnulegt. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent
Hver man ekki eftir Daihatsu Charade eða Rocky bílunum sem voru hér fjölmargir á götunum á árum áður? Daihatsu fyrirtækið er langt frá því dautt úr öllum æðum þó svo bílar þeirra séu ekki lengur til sölu hérlendis. Toyota á nú ráðandi hlut í Daihatsu og fyrirtækið sérhæfir sig áfram í framleiðslu á smáum og ódýrum bílum. Ágætt dæmi um það er nýr bíll Daihatsu sem fyrirtækið ætlar að kynna seinna í mánuðinum á Tokyo Motor Show, en hann ber nafnið DN Compagno. Þessi smái bíll er með 1,0 lítra vél með forþjöppu, en mun einnig fást með 1,2 lítra vél með Hybrid kerfi. Útlit bílsins minnir mjög á bíla sem framleiddir voru á sjöunda áratug síðustu aldar, en það á sko alls ekki við innréttinguna, sem er mjög nútímaleg með stórum stafrænum skjám og hlaðinn nýjustu tækni. Stýri bílsins er klætt leðri og saumað saman með rauðum þræði og ferlega sportlegt. Svona litlir bílar frá Daihatsu eru aðallega ætlaðir á heimamarkaði í Japan og lágverðssvæði, enda ódýrir mjög.Innréttingin og mælaborðið er ólíkt ytra útlitinu mjög framúrstefnulegt.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent