Einlægni er nýi töffaraskapurinn Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 16. október 2017 13:00 Joseph hefur komið víða við í tónlistinni. Vísir/Anton Brink Joseph Cosmo Muscat er margreyndur tónlistarmaður sem flytur tónlist undir nafninu SEINT. Hann segir að tónlistin spretti frá líðan sinni og vonar að aðrir geti fundið sig í tilfinningum sem hann túlkar. Fráfall eins besta vinar hans er umfjöllunarefni næstu plötu. Joseph Cosmo Muscat hefur vakið athygli undanfarið með tónlist sem hann gefur út undir nafninu SEINT. Hann hefur mikla reynslu úr þungarokki og rappi en seinustu þrjú ár hefur hann búið til sína eigin stefnu sem kölluð er „Post Pop“ eða „heimsendapopptónlist“. Hann vinnur nú í þriðju plötu SEINT, sem fjallar um fráfall eins besta vinar hans, sem framdi sjálfsvíg í sumar. „Móðir mín hefur verið að semja lög síðan ég man eftir mér, þannig að tónlist hefur alltaf verið mikill hluti af lífi mínu,“ segir Joseph. „Ég ólst uppi í Breiðholti í kringum alkóhólisma og mikla fátækt. Þar af leiðandi fór ég mjög snemma að hlusta á beitta tónlist á borð við amerískt hip hop og seinna þungarokk. Það var ákveðið frelsi í að setja á sig heyrnartólin og hækka. Auk þess tengdi ég mikið við tilfinninguna í þessum tónlistarstefnum.“Fór snemma að spila Joseph segir að sig hafi alltaf langað að útsetja og semja lög. „Mamma sendi mig að læra á fiðlu til að byrja með. En þegar ég var orðinn 13 ára kynntist ég strákum sem eru enn vinir mínir í dag og við stofnuðum svo harðkjarna metalsveitina Brothers Majere,“ segir Joseph. „Ég tók upp bassann. Þar byrjaði maður að semja.“Joseph Cosmo Muscat er maðurinn á bak við SEINT.Vísir/Anton BrinkÁ unglingsárunum þróaðist tónlistarsmekkurinn og Joseph færði sig frá klassísku þungarokki yfir í harðkjarna pönk. Þegar Brothers Majere hætti tók harðkjarnasveitin Celestine fljótlega við. „Um 2006-2007 stofnaði ég Celestine og var í því bandi þangað til við hættum 2013,“ segir Joseph. „Um svipað leyti og Celestine var að gefa út sína fyrstu plötu uppgötvaði ég Nine Inch Nails og áttaði mig á að tónlist um tilfinningar þyrfti ekki að vera væmin. Það opnaði nýja vídd fyrir mér.“ „Um þetta leyti söng ég fyrst inn á upptöku. Þó ég hafi örugglega samið svona þúsund lög man ég eftir þessu lagi enn í dag. Það var hryllingur,“ segir Joseph og hlær. „Þá fyrst fór ég að hugsa um að syngja, en ég var á fullu með Celestine og við vorum að gera frekar góða hluti, svo það beið. Við gáfum út tvær plötur á mjög stuttum tíma og fórum í tónleikaferðalag um Danmörku og Þýskaland. Á sama tíma var ég fenginn til liðs við harðkjarnahljómsveitina I Adapt og fór í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Þetta var allt að gerast svo hratt á þessum tíma, enda var ég kornungur og æstur í þetta, bara 18 ára og með framtíðina fram undan. En svo urðu endalaus meðlimaskipti í Celestine og menn vildu fara í ólíkar áttir og urðu uppteknir við ýmislegt annað. Það hægði á okkur á endanum.“Frá rokki í rapp Um 2009 fór Joseph að fikra sig áfram í rappi. „Vinir mínir, Ómar, sem var líka í Celestine, og æskuvinur minn, Karl Ólafur, sem er búinn að vera rappari síðan hann var polli, voru í hip hop sveitinni Rímnaríki og þeir höfðu verið að búa til lög í gegnum árin,“ segir Joseph. „Ég hef alltaf litið á mig sem tónlistarmann og ekki viljað vera bundinn við einhverja eina tegund af tónlist, þannig að ég ákvað að byrja að skrifa rímur og rappa.“ „Á þessum tíma kom út tímamótaverk sem hafði djúpstæð áhrif á mig, 808s and Heartbreak með Kanye West,“ segir Joseph. „Þessi plata sprengdi svolítið kertin í hausnum á mér. Þegar ég heyrði þessa plötu hugsaði ég: „Þessi gaur er listamaður. Rapp þarf ekki einungis að snúast um að upphefja eigið egó, þetta er líka hrein tjáning.““ „Þá var autotune-ið að byrja í Bandaríkjunum en var ekki komið í notkun hér. Ég held að ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að Rímnaríki hafi gert fyrsta autotune lagið á Íslandi, sem heitir Utopia.“ „Ég get ekki sungið staka nótu til að bjarga lífi mínu en þarna fór ég að gera tilraunir með autotune og búa til karakter út frá effektum, sem á endanum gerði mér kleift að skapa heim SEINT,“ segir Joseph. „Það var langt ferðalag frá þungarokkinu yfir í þetta form og maður þurfti að læra að framleiða tónlistina alla sjálfur frá grunni. Margir í kringum mann voru líka svolítið gáttaðir á því hvað maður væri að gera. Þegar fólk er vant einhverju einu frá þér og þú gerir eitthvað nýtt skilja ekki endilega allir aðilar alveg hvert þú ert að fara.“Gói, vinur Josephs, söng tvö lög með SEINT á tónleikum.Mynd/Grétar MarEnn að finna hljóminn „Ég sem rosalega mikið út frá því hvernig mér líður,“ segie Joseph. „Ég hef alltaf verið trúaður og þó að tónlistin sé ekki trúarlegs eðlis er andrúmsloftið og skilaboðin kannski í þá átt. Hún er ekki um eitthvað efnislegt og mér líður eins og tónarnir og flæðið komi annars staðar að og fari í gegnum mig.“ „Einlægnin er nýi töffaraskapurinn að mínu mati,“ segir Joseph. „Mannkynið er að færast meira í áttina að skynsemi og kærleika og fólk hefur opnari hug. Maður er bara að reyna að finna hið góða í sjálfum sér jafnt sem öllum öðrum. Ég sé tónlistina sem framlengingu á þeirri hugsjón. Maður býr til ákveðna frásögn sem aðrir geta speglað sig í. Þó þetta fjalli um mínar upplifanir og sé allt mjög persónulegt getur fólk fundið sig í tilfinningunni og skilgreint hana á sinn eigin hátt.” „Ég fjalla um visku, ást, skilning og æðruleysi en á sama tíma að hafa fokking gaman af þessu,“ segir Joseph „Það má segja að það sé stemningin þegar ég er að semja, skemmtilegur alvarleiki.“ „Eftir að lagið Post Pop kom út fékk ég mjög jákvæð viðbrögð. Svo hefur þetta vaxið síðan,“ segir Joseph. „Maður er kominn með nokkra aðdáendur sem mæta reglulega á tónleika og fylgjast með manni. Það er mjög jákvætt og hvetjandi. Þó maður sé bara að gleðja nokkra aðila er það þess virði.“SEINT á sviði á Secret Solstice í sumar.Mynd/Ósk ÓskarsdóttirSEINT spilaði á Secret Solstice í sumar og spilar fimm sinnum á off-venue hluta Iceland Airwaves í næsta mánuði. „Það er bara rétt rúmt ár síðan ég byrjaði að spila á tónleikum sem SEINT þannig að þetta er enn þá frekar nýtt fyrir mér. Maður en enn að kynnast fólki í bransanum, kynna verkefnið, semja efni og finna hljóminn. Núna fíla ég að reyna að gera tónlistina aðeins tærari og aðgengilegri en áður.“ SEINT hefur unnið ábreiður af lögum eftir þekkta popptónlistarmenn. „Ég byrjaði á að sampla stærri listamenn en svo leiddi eitt af öðru og á endanum gerði ég ábreiður,“ segir Joseph. „Ég var að gefa út ábreiðu af Rihönnu-lagi og ætla að gefa út aðra ábreiðu af Maroon 5 lagi núna fyrir Airwaves.“ Joseph hefur ekki fengið viðbrögð frá þessum listamönnum. „En ef ég fæ kæru einn daginn þá er það bara góð kynning,“ segir hann léttur.Vinurinn semur í gegnum hann Þriðja plata SEINT er í vinnslu. „Nýja platan er tileinkuð Góa vini mínum sem svipti sig lífi í sumar. Ég bjó með honum frá því í janúar þar til í maí á þessu ári, þannig að ég var mikið með honum undir lokin,“ segir Joseph. „Hann barðist við alkóhólisma árum saman, svo maður hafði alltaf áhyggjur af því að þetta yrði honum að falli á endanum.“ „Þetta var frekar mikið helvíti,“ segir Joseph. „Þetta var svo góður strákur, virkilega falleg sál og flinkur listamaður. Við í vinahópnum höfum alltaf talað um að hann væri hæfileikaríkastur af okkur öllum. En ljósið í þessu öllu er að hann skildi eftir sig ógrynni af fallegri tónlist áður en hann fór, þar á meðal tíu lög sem verða gefin út á næsta ári sem hann samdi með æskuvini okkar beggja Grétari Mar.“ „Titillinn á nýju plötunni kom tveimur dögum áður en Gói svipti sig lífi. Þá vissi ég ekki um hvað platan myndi fjalla,“ segir Joseph. „En ég gerði titillagið, sem heitir The World is not Enough. Svo tveimur dögum seinni vissi ég um hvað platan væri. Ég lít þannig á að þar sé verið að segja mér eitthvað. Svo samdi ég annað lag sem er hans sjónarhorn gagnvart mér meðan á okkar sambúð stóð og það kom bara að handan. Ég er nokkuð viss um að hann hafi samið það í gegnum mig rétt áður en hann fór aftur í andaheiminn. Gói mun ávallt vera partur af SEINT eftir þetta. Tenging okkar rofnar aldrei eftir þetta.“ „Nýja platan kemur líklega út eftir áramót og ég ætla að gera epískt tónlistarmyndband fyrir hana áður en hún kemur út,“ segir Joseph. „Þetta er allt í vinnslu núna.“Mikilvægt að elska sjálfan sig Joseph segir að það séu ýmsar leiðir til að hjálpa fólki í kringum sig að líða betur. „Við verðum að hlusta á hvert annað og taka mark á því ef fólki líður illa,“ segir hann. „Ég mæli sterklega með að fólk elski sjálft sig og fari vel með sig. Þá fyrst geturðu haft jákvæð áhrif á aðra í kringum þig og þar af leiðandi hjálpað öðrum að yfirstíga erfiðleika sína.“ „Við speglum okkar innri veruleika út á við og ef við búumst við því versta frá öllum er það líklega það sem kemur til baka,“ segir Joseph. „Bara það að heilsa, brosa og spyrja hvernig fólk hefur það getur breytt öllu. Sumum líður eins og öllum sé sama um sig. Það er mikilvægt að sýna gott fordæmi og koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.“ Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Joseph Cosmo Muscat er margreyndur tónlistarmaður sem flytur tónlist undir nafninu SEINT. Hann segir að tónlistin spretti frá líðan sinni og vonar að aðrir geti fundið sig í tilfinningum sem hann túlkar. Fráfall eins besta vinar hans er umfjöllunarefni næstu plötu. Joseph Cosmo Muscat hefur vakið athygli undanfarið með tónlist sem hann gefur út undir nafninu SEINT. Hann hefur mikla reynslu úr þungarokki og rappi en seinustu þrjú ár hefur hann búið til sína eigin stefnu sem kölluð er „Post Pop“ eða „heimsendapopptónlist“. Hann vinnur nú í þriðju plötu SEINT, sem fjallar um fráfall eins besta vinar hans, sem framdi sjálfsvíg í sumar. „Móðir mín hefur verið að semja lög síðan ég man eftir mér, þannig að tónlist hefur alltaf verið mikill hluti af lífi mínu,“ segir Joseph. „Ég ólst uppi í Breiðholti í kringum alkóhólisma og mikla fátækt. Þar af leiðandi fór ég mjög snemma að hlusta á beitta tónlist á borð við amerískt hip hop og seinna þungarokk. Það var ákveðið frelsi í að setja á sig heyrnartólin og hækka. Auk þess tengdi ég mikið við tilfinninguna í þessum tónlistarstefnum.“Fór snemma að spila Joseph segir að sig hafi alltaf langað að útsetja og semja lög. „Mamma sendi mig að læra á fiðlu til að byrja með. En þegar ég var orðinn 13 ára kynntist ég strákum sem eru enn vinir mínir í dag og við stofnuðum svo harðkjarna metalsveitina Brothers Majere,“ segir Joseph. „Ég tók upp bassann. Þar byrjaði maður að semja.“Joseph Cosmo Muscat er maðurinn á bak við SEINT.Vísir/Anton BrinkÁ unglingsárunum þróaðist tónlistarsmekkurinn og Joseph færði sig frá klassísku þungarokki yfir í harðkjarna pönk. Þegar Brothers Majere hætti tók harðkjarnasveitin Celestine fljótlega við. „Um 2006-2007 stofnaði ég Celestine og var í því bandi þangað til við hættum 2013,“ segir Joseph. „Um svipað leyti og Celestine var að gefa út sína fyrstu plötu uppgötvaði ég Nine Inch Nails og áttaði mig á að tónlist um tilfinningar þyrfti ekki að vera væmin. Það opnaði nýja vídd fyrir mér.“ „Um þetta leyti söng ég fyrst inn á upptöku. Þó ég hafi örugglega samið svona þúsund lög man ég eftir þessu lagi enn í dag. Það var hryllingur,“ segir Joseph og hlær. „Þá fyrst fór ég að hugsa um að syngja, en ég var á fullu með Celestine og við vorum að gera frekar góða hluti, svo það beið. Við gáfum út tvær plötur á mjög stuttum tíma og fórum í tónleikaferðalag um Danmörku og Þýskaland. Á sama tíma var ég fenginn til liðs við harðkjarnahljómsveitina I Adapt og fór í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Þetta var allt að gerast svo hratt á þessum tíma, enda var ég kornungur og æstur í þetta, bara 18 ára og með framtíðina fram undan. En svo urðu endalaus meðlimaskipti í Celestine og menn vildu fara í ólíkar áttir og urðu uppteknir við ýmislegt annað. Það hægði á okkur á endanum.“Frá rokki í rapp Um 2009 fór Joseph að fikra sig áfram í rappi. „Vinir mínir, Ómar, sem var líka í Celestine, og æskuvinur minn, Karl Ólafur, sem er búinn að vera rappari síðan hann var polli, voru í hip hop sveitinni Rímnaríki og þeir höfðu verið að búa til lög í gegnum árin,“ segir Joseph. „Ég hef alltaf litið á mig sem tónlistarmann og ekki viljað vera bundinn við einhverja eina tegund af tónlist, þannig að ég ákvað að byrja að skrifa rímur og rappa.“ „Á þessum tíma kom út tímamótaverk sem hafði djúpstæð áhrif á mig, 808s and Heartbreak með Kanye West,“ segir Joseph. „Þessi plata sprengdi svolítið kertin í hausnum á mér. Þegar ég heyrði þessa plötu hugsaði ég: „Þessi gaur er listamaður. Rapp þarf ekki einungis að snúast um að upphefja eigið egó, þetta er líka hrein tjáning.““ „Þá var autotune-ið að byrja í Bandaríkjunum en var ekki komið í notkun hér. Ég held að ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að Rímnaríki hafi gert fyrsta autotune lagið á Íslandi, sem heitir Utopia.“ „Ég get ekki sungið staka nótu til að bjarga lífi mínu en þarna fór ég að gera tilraunir með autotune og búa til karakter út frá effektum, sem á endanum gerði mér kleift að skapa heim SEINT,“ segir Joseph. „Það var langt ferðalag frá þungarokkinu yfir í þetta form og maður þurfti að læra að framleiða tónlistina alla sjálfur frá grunni. Margir í kringum mann voru líka svolítið gáttaðir á því hvað maður væri að gera. Þegar fólk er vant einhverju einu frá þér og þú gerir eitthvað nýtt skilja ekki endilega allir aðilar alveg hvert þú ert að fara.“Gói, vinur Josephs, söng tvö lög með SEINT á tónleikum.Mynd/Grétar MarEnn að finna hljóminn „Ég sem rosalega mikið út frá því hvernig mér líður,“ segie Joseph. „Ég hef alltaf verið trúaður og þó að tónlistin sé ekki trúarlegs eðlis er andrúmsloftið og skilaboðin kannski í þá átt. Hún er ekki um eitthvað efnislegt og mér líður eins og tónarnir og flæðið komi annars staðar að og fari í gegnum mig.“ „Einlægnin er nýi töffaraskapurinn að mínu mati,“ segir Joseph. „Mannkynið er að færast meira í áttina að skynsemi og kærleika og fólk hefur opnari hug. Maður er bara að reyna að finna hið góða í sjálfum sér jafnt sem öllum öðrum. Ég sé tónlistina sem framlengingu á þeirri hugsjón. Maður býr til ákveðna frásögn sem aðrir geta speglað sig í. Þó þetta fjalli um mínar upplifanir og sé allt mjög persónulegt getur fólk fundið sig í tilfinningunni og skilgreint hana á sinn eigin hátt.” „Ég fjalla um visku, ást, skilning og æðruleysi en á sama tíma að hafa fokking gaman af þessu,“ segir Joseph „Það má segja að það sé stemningin þegar ég er að semja, skemmtilegur alvarleiki.“ „Eftir að lagið Post Pop kom út fékk ég mjög jákvæð viðbrögð. Svo hefur þetta vaxið síðan,“ segir Joseph. „Maður er kominn með nokkra aðdáendur sem mæta reglulega á tónleika og fylgjast með manni. Það er mjög jákvætt og hvetjandi. Þó maður sé bara að gleðja nokkra aðila er það þess virði.“SEINT á sviði á Secret Solstice í sumar.Mynd/Ósk ÓskarsdóttirSEINT spilaði á Secret Solstice í sumar og spilar fimm sinnum á off-venue hluta Iceland Airwaves í næsta mánuði. „Það er bara rétt rúmt ár síðan ég byrjaði að spila á tónleikum sem SEINT þannig að þetta er enn þá frekar nýtt fyrir mér. Maður en enn að kynnast fólki í bransanum, kynna verkefnið, semja efni og finna hljóminn. Núna fíla ég að reyna að gera tónlistina aðeins tærari og aðgengilegri en áður.“ SEINT hefur unnið ábreiður af lögum eftir þekkta popptónlistarmenn. „Ég byrjaði á að sampla stærri listamenn en svo leiddi eitt af öðru og á endanum gerði ég ábreiður,“ segir Joseph. „Ég var að gefa út ábreiðu af Rihönnu-lagi og ætla að gefa út aðra ábreiðu af Maroon 5 lagi núna fyrir Airwaves.“ Joseph hefur ekki fengið viðbrögð frá þessum listamönnum. „En ef ég fæ kæru einn daginn þá er það bara góð kynning,“ segir hann léttur.Vinurinn semur í gegnum hann Þriðja plata SEINT er í vinnslu. „Nýja platan er tileinkuð Góa vini mínum sem svipti sig lífi í sumar. Ég bjó með honum frá því í janúar þar til í maí á þessu ári, þannig að ég var mikið með honum undir lokin,“ segir Joseph. „Hann barðist við alkóhólisma árum saman, svo maður hafði alltaf áhyggjur af því að þetta yrði honum að falli á endanum.“ „Þetta var frekar mikið helvíti,“ segir Joseph. „Þetta var svo góður strákur, virkilega falleg sál og flinkur listamaður. Við í vinahópnum höfum alltaf talað um að hann væri hæfileikaríkastur af okkur öllum. En ljósið í þessu öllu er að hann skildi eftir sig ógrynni af fallegri tónlist áður en hann fór, þar á meðal tíu lög sem verða gefin út á næsta ári sem hann samdi með æskuvini okkar beggja Grétari Mar.“ „Titillinn á nýju plötunni kom tveimur dögum áður en Gói svipti sig lífi. Þá vissi ég ekki um hvað platan myndi fjalla,“ segir Joseph. „En ég gerði titillagið, sem heitir The World is not Enough. Svo tveimur dögum seinni vissi ég um hvað platan væri. Ég lít þannig á að þar sé verið að segja mér eitthvað. Svo samdi ég annað lag sem er hans sjónarhorn gagnvart mér meðan á okkar sambúð stóð og það kom bara að handan. Ég er nokkuð viss um að hann hafi samið það í gegnum mig rétt áður en hann fór aftur í andaheiminn. Gói mun ávallt vera partur af SEINT eftir þetta. Tenging okkar rofnar aldrei eftir þetta.“ „Nýja platan kemur líklega út eftir áramót og ég ætla að gera epískt tónlistarmyndband fyrir hana áður en hún kemur út,“ segir Joseph. „Þetta er allt í vinnslu núna.“Mikilvægt að elska sjálfan sig Joseph segir að það séu ýmsar leiðir til að hjálpa fólki í kringum sig að líða betur. „Við verðum að hlusta á hvert annað og taka mark á því ef fólki líður illa,“ segir hann. „Ég mæli sterklega með að fólk elski sjálft sig og fari vel með sig. Þá fyrst geturðu haft jákvæð áhrif á aðra í kringum þig og þar af leiðandi hjálpað öðrum að yfirstíga erfiðleika sína.“ „Við speglum okkar innri veruleika út á við og ef við búumst við því versta frá öllum er það líklega það sem kemur til baka,“ segir Joseph. „Bara það að heilsa, brosa og spyrja hvernig fólk hefur það getur breytt öllu. Sumum líður eins og öllum sé sama um sig. Það er mikilvægt að sýna gott fordæmi og koma fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.“
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira