Segir Ásmund vísvitandi afvegaleiða umræðuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2017 10:32 Helga Vala Helgadóttir furðar sig á grein Ásmundar Friðrikssonar um málefni hælisleitenda. vísir/vilhelm „Þessi ekki-frétt hans Ásmundar er auðvitað alveg lygileg fyrir mann sem hefur setið á þingi og ætti að vera læs,“ segir Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, um grein Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Greinin hefur vakið hörð viðbrögð. „Hann á bæði að vera læs á fjárlagafrumvarp og staðreyndir máls. Mér finnst frekar sorglegt hvernig hann kýs að setja fram sitt mál,“ sagði Helga Vala sem ræddi grein Ásmundar og málefni hælisleitenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn.Vísir/gvaVitnaði Helga Vala þar í grein Ásmundar þar sem hann sagði að kostnaður vegna hælisleitenda gæti orðið allt að 220 milljarðar króna verði slakað á lögum og reglugerðum um hverjir fái hæli hér á landi. Benti Helga vala á að til þess að ná þessari tölu þyrftu 58 þúsund flóttamenn að koma hingað til lands. „Þeir eru bara að villa, þeir eru bara vísvitandi að blekkja. Þeir vita betur, ég veit að þeir vita betur,“ sagði Helga Vala um Ásmund Friðriksson og Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismann, sem hún sagði halda uppi röngum tölum um kostnað og fjölda hælisleitenda. Í grein Ásmundar spurði hann hvers vegna ekki mætti bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Sagði hann að hælisleitendur fengu „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stæði það ekki til boða. „Hvað varðar húsnæði þá er ég ekki viss um að við myndum bjóða að tví-,þrí- eða fjórmenna inn í litlum herbergjum með ókunnugu fólki, sem betur fer ekki af gagnstæðu kyni þó,“ sagði Helga Vala um þessar fullyrðingar Ásmundar. „Þessi lúxus sem að Ásmundur er að teikna upp, ég veit ekki til þess að neinn kannist við það af þeim sem hingað leita ásjár.“Hlusta má á viðtalið við Helgu Völu og Brynjar í heild sinni hér fyrir neðan. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
„Þessi ekki-frétt hans Ásmundar er auðvitað alveg lygileg fyrir mann sem hefur setið á þingi og ætti að vera læs,“ segir Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, um grein Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Greinin hefur vakið hörð viðbrögð. „Hann á bæði að vera læs á fjárlagafrumvarp og staðreyndir máls. Mér finnst frekar sorglegt hvernig hann kýs að setja fram sitt mál,“ sagði Helga Vala sem ræddi grein Ásmundar og málefni hælisleitenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn.Vísir/gvaVitnaði Helga Vala þar í grein Ásmundar þar sem hann sagði að kostnaður vegna hælisleitenda gæti orðið allt að 220 milljarðar króna verði slakað á lögum og reglugerðum um hverjir fái hæli hér á landi. Benti Helga vala á að til þess að ná þessari tölu þyrftu 58 þúsund flóttamenn að koma hingað til lands. „Þeir eru bara að villa, þeir eru bara vísvitandi að blekkja. Þeir vita betur, ég veit að þeir vita betur,“ sagði Helga Vala um Ásmund Friðriksson og Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismann, sem hún sagði halda uppi röngum tölum um kostnað og fjölda hælisleitenda. Í grein Ásmundar spurði hann hvers vegna ekki mætti bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Sagði hann að hælisleitendur fengu „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stæði það ekki til boða. „Hvað varðar húsnæði þá er ég ekki viss um að við myndum bjóða að tví-,þrí- eða fjórmenna inn í litlum herbergjum með ókunnugu fólki, sem betur fer ekki af gagnstæðu kyni þó,“ sagði Helga Vala um þessar fullyrðingar Ásmundar. „Þessi lúxus sem að Ásmundur er að teikna upp, ég veit ekki til þess að neinn kannist við það af þeim sem hingað leita ásjár.“Hlusta má á viðtalið við Helgu Völu og Brynjar í heild sinni hér fyrir neðan.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30
Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. 15. október 2017 19:00