Leikreglurnar Magnús Guðmundsson skrifar 16. október 2017 07:00 Það er vandlifað í veröld stjórnmálaumræðu á Íslandi í dag. Í aðra röndina er réttilega brýnt fyrir öllum að halda sig nú við að fara í boltann en ekki manninn en það getur reynst ansi snúið þegar stakir leikmenn spila eftir eigin leikreglum. Gefa lítið fyrir mikilvægi þess að rétt sé farið með upplýsingar og staðreyndir, kasta fram staðleysu um mikilvæg málefni og nýta svo vitleysuna til þess að róa á mið afkomuótta og óöryggis þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Viðkomandi virðist vera á eigin vegum, óháð því að hann er í framboði fyrir stóran stjórnmálaflokk, en það er nú einu sinni þannig að flokkar eru auðvitað ekkert annað en fólkið sem í þeim starfar. Leikmaðurinn sem hér um ræðir er auðvitað Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar maður á lista í Suðurkjördæmi í komandi kosningum, en boltinn, eða með öðrum orðum málefnið, er staða hælisleitenda á Íslandi. Ásmundur skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag þar sem hann viðrar skoðanir sínar á málefnum hælisleitenda og þeim kostnaði sem þeim fylgir. Í greininni setur Ásmundur fram fjöldann allan af staðreyndavillum, bæði tölulegar upplýsingar og annað, sem hefur þegar margsinnis verið hrakið á opinberum vettvangi. Markmiðið virðist einkum vera að koma umræðu um málefnið inn á svið upphrópana, fordæminga og sleggjudóma og þaðan sleppa fáir óskaddaðir, síst af öllu hinn almenni kjósandi sem þráir ekkert frekar en upplýsta umræðu um mikilvæg málefni. Umræðu þar sem staðreyndir mála eru settar fram á ábyrgan hátt og síðan leitað lausna með mannúð og réttlæti að leiðarljósi. En slíkar leikreglur virðir Ásmundur að vettugi og dembir vitleysunni yfir lesendur Morgunblaðsins í krafti þess að hann hafi hugrekki til þess að taka umræðuna eins og hann kallar það sjálfur. Það er merkilegt í ljósi þess að þöggun miðaldra og eldri karlmanna í valdastöðum hefur almennt séð ekki þótt vandamál í íslensku samfélagi, eins og birtingin á grein Ásmundar staðfestir. Staðreyndavillurnar nýtir Ásmundur svo til þess að höfða til þeirra sem hafa lengi mátt bíða eftir bættum kjörum með þeirri fádæma smekkleysu að kenna kostnaðinum af hælisleitendum um stöðu þeirra, fremur en t.d. lækkun auðlindagjalds eða aðra skerta tekjustofna ríkisins á síðustu árum. Það eru hvorki mannréttindi né lýðræðislegur réttur Ásmundar að fara með staðlausa stafi og ósannindi til þess að ala á ótta og fordómum sjálfum sér og flokki sínum til fylgis. Þvert á móti er það í raun aðför að lýðræðinu að bera á borð rangar upplýsingar og að auki skerðing á mannréttindum þeirra sem eru hafðir fyrir rangri sök. Þessu hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að taka á og það er erfitt að sjá hvernig flokkurinn á að geta sætt sig við að einn af þeirra liðsmönnum spili með þessum hætti. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn taka þátt í vandaðri umræðu um viðkvæm málefni, halda áfram að kalla eftir því að farið sé í boltann en ekki manninn, þá getur hann ekki boðið landsmönnum upp á mann sem virðir ekki leikreglurnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Kosningar 2017 Magnús Guðmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun
Það er vandlifað í veröld stjórnmálaumræðu á Íslandi í dag. Í aðra röndina er réttilega brýnt fyrir öllum að halda sig nú við að fara í boltann en ekki manninn en það getur reynst ansi snúið þegar stakir leikmenn spila eftir eigin leikreglum. Gefa lítið fyrir mikilvægi þess að rétt sé farið með upplýsingar og staðreyndir, kasta fram staðleysu um mikilvæg málefni og nýta svo vitleysuna til þess að róa á mið afkomuótta og óöryggis þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Viðkomandi virðist vera á eigin vegum, óháð því að hann er í framboði fyrir stóran stjórnmálaflokk, en það er nú einu sinni þannig að flokkar eru auðvitað ekkert annað en fólkið sem í þeim starfar. Leikmaðurinn sem hér um ræðir er auðvitað Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar maður á lista í Suðurkjördæmi í komandi kosningum, en boltinn, eða með öðrum orðum málefnið, er staða hælisleitenda á Íslandi. Ásmundur skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag þar sem hann viðrar skoðanir sínar á málefnum hælisleitenda og þeim kostnaði sem þeim fylgir. Í greininni setur Ásmundur fram fjöldann allan af staðreyndavillum, bæði tölulegar upplýsingar og annað, sem hefur þegar margsinnis verið hrakið á opinberum vettvangi. Markmiðið virðist einkum vera að koma umræðu um málefnið inn á svið upphrópana, fordæminga og sleggjudóma og þaðan sleppa fáir óskaddaðir, síst af öllu hinn almenni kjósandi sem þráir ekkert frekar en upplýsta umræðu um mikilvæg málefni. Umræðu þar sem staðreyndir mála eru settar fram á ábyrgan hátt og síðan leitað lausna með mannúð og réttlæti að leiðarljósi. En slíkar leikreglur virðir Ásmundur að vettugi og dembir vitleysunni yfir lesendur Morgunblaðsins í krafti þess að hann hafi hugrekki til þess að taka umræðuna eins og hann kallar það sjálfur. Það er merkilegt í ljósi þess að þöggun miðaldra og eldri karlmanna í valdastöðum hefur almennt séð ekki þótt vandamál í íslensku samfélagi, eins og birtingin á grein Ásmundar staðfestir. Staðreyndavillurnar nýtir Ásmundur svo til þess að höfða til þeirra sem hafa lengi mátt bíða eftir bættum kjörum með þeirri fádæma smekkleysu að kenna kostnaðinum af hælisleitendum um stöðu þeirra, fremur en t.d. lækkun auðlindagjalds eða aðra skerta tekjustofna ríkisins á síðustu árum. Það eru hvorki mannréttindi né lýðræðislegur réttur Ásmundar að fara með staðlausa stafi og ósannindi til þess að ala á ótta og fordómum sjálfum sér og flokki sínum til fylgis. Þvert á móti er það í raun aðför að lýðræðinu að bera á borð rangar upplýsingar og að auki skerðing á mannréttindum þeirra sem eru hafðir fyrir rangri sök. Þessu hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að taka á og það er erfitt að sjá hvernig flokkurinn á að geta sætt sig við að einn af þeirra liðsmönnum spili með þessum hætti. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn taka þátt í vandaðri umræðu um viðkvæm málefni, halda áfram að kalla eftir því að farið sé í boltann en ekki manninn, þá getur hann ekki boðið landsmönnum upp á mann sem virðir ekki leikreglurnar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. október.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun