Axel stigameistari og valinn kylfingur ársins Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. október 2017 09:45 Axel púttar á sautjándu flöt á Íslandsmótinu í höggleik í sumar. Vísir/Andri Marinó Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, hampaði stigameistaratitlinum á Nordic Tour atvinnumannamótaröðinni en hann var einnig kosinn kylfingur ársins á þessari þriðju sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu. Axel sem var búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári, hafnaði í öðru sæti eftir bráðabana á lokadeginum í Svíþjóð. Er þetta í fyrsta skiptið sem íslenskur kylfingur sigrar mótaröð en Axel sigraði á tveimur mótum á tímabilinu og varð 12 sinnum á meðal 10 efstu. Á hann enn möguleika á að komast inn á Evrópumótaröðina með góðum árangri á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina en hann tekur þátt í öðru stigi úrtökumótsins. Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í 10. sæti á lokamótinu í Svíþjóð en hann endaði í 8. sæti á stigalistanum. Þurfti hann að enda meðal efstu fimm kylfinganna til að fá þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni. Hann á þó enn möguleika að komast á Evrópumótaröðina með góðum árangri í úrtökumótinu. Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, hampaði stigameistaratitlinum á Nordic Tour atvinnumannamótaröðinni en hann var einnig kosinn kylfingur ársins á þessari þriðju sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu. Axel sem var búinn að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu, á næsta ári, hafnaði í öðru sæti eftir bráðabana á lokadeginum í Svíþjóð. Er þetta í fyrsta skiptið sem íslenskur kylfingur sigrar mótaröð en Axel sigraði á tveimur mótum á tímabilinu og varð 12 sinnum á meðal 10 efstu. Á hann enn möguleika á að komast inn á Evrópumótaröðina með góðum árangri á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina en hann tekur þátt í öðru stigi úrtökumótsins. Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í 10. sæti á lokamótinu í Svíþjóð en hann endaði í 8. sæti á stigalistanum. Þurfti hann að enda meðal efstu fimm kylfinganna til að fá þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni. Hann á þó enn möguleika að komast á Evrópumótaröðina með góðum árangri í úrtökumótinu.
Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira