Þingkosningar í Austurríki: Stefnir í sigur hins 31 árs gamla Kurz Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 13:00 Sebastian Kurz hefur sótt fylgi til flokks síns bæði frá vinstri og hægri. Vísir/afp Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS. Austurríki Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS.
Austurríki Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira