Þingkosningar í Austurríki: Stefnir í sigur hins 31 árs gamla Kurz Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 13:00 Sebastian Kurz hefur sótt fylgi til flokks síns bæði frá vinstri og hægri. Vísir/afp Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS. Austurríki Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Austurríkismenn ganga að kjörborðinu á morgun, sunnudag, þegar kosið verður til þings. Innflytjendamál hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að hinn 31 árs gamli utanríkisráðherra landsins, Sebastian Kurz, og flokkur hans, Kristilegir demókratar (ÖVP), sem muni vinna sigur í kosningunum. Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit. „Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.Hefur framfylgt strangri stefnu í innflytjendamálum Jafnaðarmannaflokkur Christian Kern kanslara og Kristilegir demókratar, flokkur Kurz, hafa stýrt landinu saman síðustu ár. Kurz þykir hafa framfylgt strangri stefnu í málefnum innflytjenda frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra 2013, en sér í lagi eftir straumur flóttamanna til álfunnar stórjókst á haustdögum 2015. Innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í kosningabaráttunni vegna þess mikla fjölda flóttafólks frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku sem hefur lagt leið sína til Austurríkis eftir að farið norður um Balkanskaga.Stöðugleiki og skynsemi Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar hafa oft starfað saman í ríkisstjórn í Austurríki á síðustu áratugum og hafa austurrísk stjórnmál jafnan einkennst af stöðugleika, stórum meirihlutastjórnum og að tryggja innra valdajafnvægi innan stjórnsýslunnar (Proporz-kerfið).Christian Kern, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmanna, Sebastian Kurz, utanríkisráðherra og leiðtogi Kristilegra demókrata, og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins.Vísir/AFPEftir seinna stríð var reynt að hafa stöðugleika og skynsemi að leiðarljósi við stjórn landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur hins vegar reynst óvenjulega ljót þar sem vafasamar áróðurssíður hafa meðal annars verið nýttar til að koma á framfæri fölskum fréttum af pólitískum andstæðingum.Dirndl-stjórn í pípunum? Nýjustu skoðanakannanir benda til að stuðningur við Jafnaðarmannaflokk Kern hafi aukist nokkuð, eftir að hafa mælst þriðji stærsti flokkurinn um nokkurt skeið. Jafnaðarmenn og Frelsisflokkurinn mælast nú báðir með rúmlega fjórðungs fylgi og Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósent. Einhverjir hafa nefnt þann möguleika að svokölluð Dirndl-samsteypustjórn muni taka við völdum að kosningum loknum, með vísun í litríkan þjóðbúning Austurríkismanna. Myndi sú stjórn felast í samstarfi Kristilegra demókrata, Græningja og hinn frjálslynda NEOS.
Austurríki Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira