45 enn á sjúkrahúsi eftir árásina í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 08:22 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust í árásinni. Vísir/afp Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15