Þekktast plötusnúður græmsins á landinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. október 2017 10:00 Spooky er einn öflugasti græm plötusnúður heimsins. Breski græm-plötusnúðurinn Spooky Bizzle ætlar að gera allt bókstaflega sturlað í miðstöð danstónlistar á Íslandi, Paloma, í kvöld. Hann kemur hingað til lands í boði Plútó og FALK Records Spooky hefur verið að bera út orðspor græm-tónlistarstefnunnar síðustu tuttugu árin og hefur fyrir vikið verið kallaður „plötusnúður plötusnúðanna“ innan þeirrar senu. „Hann er klárlega þekktur fyrir að vera dj/pródúserinn sem aðrir dj-ar innan græm-senunnar halda mest upp á og hlusta á, vegna þess að hann fer svo vítt og breitt um stefnuna og mixar saman áhrifum sem gerðu græm að því sem það er nú í dag,“ segir Árni Bragi Hjaltason, meðlimur Plútó, sem er kannski betur þekktur sem DJ Kocoon – en hann og Skurður ætla að verma upp dans. Einnig er Spooky liðtækur pródúser og gaf meðal annars út EP-plötuna Spartan Beat EP árið 2010 – mikið af þessari tónlist Spookys hefur verið að gera fólk alveg tryllt á dansgólfum víðsvegar um heiminn. Upphitun kvöldsins er í höndum rapparans GKR. „GKR verður þarna með nýtt efni og ætlar að vera með frekar hart stöff í takt vid græm stemmninguna,“ segir Árni. GKR hefur verið að vinna helling af nýju efni síðan hann gaf út plötuna GKR í fyrra og er víst búinn að koma sér upp töluvert öðruvísi hljóm en þeim sem við eigum að venjast frá honum. Leikar hefjast klukkan tíu og gamanið mun standa fram eftir nóttu. Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Breski græm-plötusnúðurinn Spooky Bizzle ætlar að gera allt bókstaflega sturlað í miðstöð danstónlistar á Íslandi, Paloma, í kvöld. Hann kemur hingað til lands í boði Plútó og FALK Records Spooky hefur verið að bera út orðspor græm-tónlistarstefnunnar síðustu tuttugu árin og hefur fyrir vikið verið kallaður „plötusnúður plötusnúðanna“ innan þeirrar senu. „Hann er klárlega þekktur fyrir að vera dj/pródúserinn sem aðrir dj-ar innan græm-senunnar halda mest upp á og hlusta á, vegna þess að hann fer svo vítt og breitt um stefnuna og mixar saman áhrifum sem gerðu græm að því sem það er nú í dag,“ segir Árni Bragi Hjaltason, meðlimur Plútó, sem er kannski betur þekktur sem DJ Kocoon – en hann og Skurður ætla að verma upp dans. Einnig er Spooky liðtækur pródúser og gaf meðal annars út EP-plötuna Spartan Beat EP árið 2010 – mikið af þessari tónlist Spookys hefur verið að gera fólk alveg tryllt á dansgólfum víðsvegar um heiminn. Upphitun kvöldsins er í höndum rapparans GKR. „GKR verður þarna með nýtt efni og ætlar að vera með frekar hart stöff í takt vid græm stemmninguna,“ segir Árni. GKR hefur verið að vinna helling af nýju efni síðan hann gaf út plötuna GKR í fyrra og er víst búinn að koma sér upp töluvert öðruvísi hljóm en þeim sem við eigum að venjast frá honum. Leikar hefjast klukkan tíu og gamanið mun standa fram eftir nóttu.
Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“