Reykjavíkurborg skipar samninganefnd við Airbnb Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2017 17:44 Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. vísir/anton brink Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg mun samninganefndin taka mið af samningum sem borgirnar Amsterdam og London hafa gert við Airbnb. Reykjavík hefur sótt lærdóm til annarra hraðvaxandi ferðamannaborga eins og Barselóna, Parísar, Stokkhólms og Amsterdam. Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. Þá getur vefsíðan hindrað eigendur húsnæðis sem eru ekki með formlegt leyfi til gististarfsemi umfram 90 daga regluna í því að leigja út eignir sínar umfram þann dagafjölda. Reykjavíkurborg verður fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að nálgast Airbnb á þennan hátt. Stofnun samninganefndarinnar er á grunni tillagna starfshóps um heimagistingu sem skipaður var af borgarstjóra sumarið 2016 og skilað tillögum í júní 2017.Þak á fjölda gistináttaSérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir sagði í maí að stjórnvöld þyrftu að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík jókst um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kom fram í síðasta mánuði að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Lagt er til að líkt í London og Amsterdam sé sett þak á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Samninganefndin verður skipuð skrifstofustjóra borgarstjórnar sem verður formaður, fulltrúa frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og fulltrúa borgarlögmanns. Nefndin hefur heimild til að leita eftir sérfræðiráðgjöf í alþjóðlegri samningagerð en mun einnig leita eftir ráðgjöf innan borgarkerfisins hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg mun samninganefndin taka mið af samningum sem borgirnar Amsterdam og London hafa gert við Airbnb. Reykjavík hefur sótt lærdóm til annarra hraðvaxandi ferðamannaborga eins og Barselóna, Parísar, Stokkhólms og Amsterdam. Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. Þá getur vefsíðan hindrað eigendur húsnæðis sem eru ekki með formlegt leyfi til gististarfsemi umfram 90 daga regluna í því að leigja út eignir sínar umfram þann dagafjölda. Reykjavíkurborg verður fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að nálgast Airbnb á þennan hátt. Stofnun samninganefndarinnar er á grunni tillagna starfshóps um heimagistingu sem skipaður var af borgarstjóra sumarið 2016 og skilað tillögum í júní 2017.Þak á fjölda gistináttaSérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir sagði í maí að stjórnvöld þyrftu að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík jókst um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kom fram í síðasta mánuði að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Lagt er til að líkt í London og Amsterdam sé sett þak á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Samninganefndin verður skipuð skrifstofustjóra borgarstjórnar sem verður formaður, fulltrúa frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og fulltrúa borgarlögmanns. Nefndin hefur heimild til að leita eftir sérfræðiráðgjöf í alþjóðlegri samningagerð en mun einnig leita eftir ráðgjöf innan borgarkerfisins hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira