Umboð fyrir MINI tekur til starfa hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 13:58 MINI Cooper S E Countryman ALL4. Umboð fyrir bílaframleiðandann MINI verður formlega kynnt sem nýtt merki hjá BL nk. laugardag og frumsýndur á bílasýningu BL við Sævarhöfða milli kl. 12 og 16. MINI Cooper S E Countryman ALL4 er fyrsti aldrifni bíll MINI og jafnframt fyrsti tengitvinnbíllinn (Plug-in- hybrid). Nýr Countryman er heldur stærri en eldri gerðir bílsins en svo sannarlega býr hann yfir sömu heimsþekktu aksturseiginleikunum sem MINI hefur alla tíð verið hvað þekktastur fyrir. Það er grundvallaratriði sem BMW Group hefur gætt að í þróun bílsins frá því að fyrirtækið eignaðist framleiðandann árið 1994. Akstur MINI Cooper S E Countryman ALL4 býður sem fyrr hressandi og skemmtilega akstursupplifun og fallega hönnun sem er í senn einföld og glæsileg. Snöggur og skemmtilegur MINI Cooper S E Countryman ALL4 er búinn tveimur öflugum vélum. Rafmótorinn er 65 kW og 88 hestöfl sem skilar 165 Nm togi. Hámarkshraði á rafstillingu er allt að 125 km/klst og drægni mótorsins er um 40 km. Hinn aflgjafinn er 1,5 lítra þriggja strokka 100 kW og 136 hestafla bensínvél með forþjöppu við sex gíra steptronic sjálfskiptingu. Tog vélarinnar er um 220 Nm við sameiginleg orkunotkun þeirra og rúmum tveimur lítrum 100/km í eyðslu að meðaltali. Kolefnisútblástur er um 50 grömm á hvern ekinn kílómetra samkvæmt stöðluðu prófi ESB fyrir tengiltvinnbíla. Búinn snjöllum tæknilausnum MINI Cooper S E Countryman ALL4 er rúmbesti bíllinn frá MINI auk þess sem bíllinn er búinn ýmsum tækninýjungum BMW Group sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í samgöngum. Meðal tæknilausnanna er eDrive kerfi BMW ásamt rafknúnu aldrifinu þar sem bensínvélin knýr framhjól bílsins og rafmótorinn afturhjólin. Sameinar ákveðnar þarfir Um tvær og hálfa klukkustund tekur að fullhlaða háspennta lithium-ion 7.6 kWh rafhlöðu bílsins í gegnum sérstaka vegghleðslu en þrjár og hálfa klukkustund við venjulega heimilisinnstungu. MINI Cooper S E Countryman ALL4 er sérlega hentugur fyrir þá sem búa í þéttbýli og vilja aka rafknúnum, hljóðlátum og mengunarlausum bíl til og frá vinnu án þess að fórna þeim möguleika að geta nota bílinn til langferða út úr bænum. Ítarlegar upplýsingar um staðalbúnað MINI Cooper S E Countryman ALL4 ásamt fáanlegum aukabúnaði eru að finna á vef BL. Bíllinn sem kynntur verður á laugardag kostar 5.590 þús. króna. MINI MINI er dótturfyrirtæki BMW Group sem hefur staðið fyrir umtalsverðri þróun á þessu sögufræga og vinsæla merki frá 1994 þegar fyrirtækið var keypt frá Bretlandi. Margir Íslendingar þekkja MINI sem var lengi vinsæll hér á landi undir heitinu Austin Mini. Hann hefur alla tíð skorið sig úr fjöldanum enda fáir jafn auðþekkjanlegir í útliti. Það sem upphaflega byrjaði sem snilldarlausn á árum olíukreppunnar sló umsvifalaust í gegn um allan heim enda blés yfirbragð bílsins fólki bjartsýni í brjóst. MINI hefur þróast með aðdáendum sínum og breyst í samræmi breyttar þarfir, aðrar áherslur á stærð, efnisval, áferð og ýmsan annan smekk án þess þó að tapa upphaflegum eðliseiginleikum sínum. MINI er alltaf MINI þótt aðdáendur geti valið úr meira en 10 milljónum mögulegra samsetninga. Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent
Umboð fyrir bílaframleiðandann MINI verður formlega kynnt sem nýtt merki hjá BL nk. laugardag og frumsýndur á bílasýningu BL við Sævarhöfða milli kl. 12 og 16. MINI Cooper S E Countryman ALL4 er fyrsti aldrifni bíll MINI og jafnframt fyrsti tengitvinnbíllinn (Plug-in- hybrid). Nýr Countryman er heldur stærri en eldri gerðir bílsins en svo sannarlega býr hann yfir sömu heimsþekktu aksturseiginleikunum sem MINI hefur alla tíð verið hvað þekktastur fyrir. Það er grundvallaratriði sem BMW Group hefur gætt að í þróun bílsins frá því að fyrirtækið eignaðist framleiðandann árið 1994. Akstur MINI Cooper S E Countryman ALL4 býður sem fyrr hressandi og skemmtilega akstursupplifun og fallega hönnun sem er í senn einföld og glæsileg. Snöggur og skemmtilegur MINI Cooper S E Countryman ALL4 er búinn tveimur öflugum vélum. Rafmótorinn er 65 kW og 88 hestöfl sem skilar 165 Nm togi. Hámarkshraði á rafstillingu er allt að 125 km/klst og drægni mótorsins er um 40 km. Hinn aflgjafinn er 1,5 lítra þriggja strokka 100 kW og 136 hestafla bensínvél með forþjöppu við sex gíra steptronic sjálfskiptingu. Tog vélarinnar er um 220 Nm við sameiginleg orkunotkun þeirra og rúmum tveimur lítrum 100/km í eyðslu að meðaltali. Kolefnisútblástur er um 50 grömm á hvern ekinn kílómetra samkvæmt stöðluðu prófi ESB fyrir tengiltvinnbíla. Búinn snjöllum tæknilausnum MINI Cooper S E Countryman ALL4 er rúmbesti bíllinn frá MINI auk þess sem bíllinn er búinn ýmsum tækninýjungum BMW Group sem draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í samgöngum. Meðal tæknilausnanna er eDrive kerfi BMW ásamt rafknúnu aldrifinu þar sem bensínvélin knýr framhjól bílsins og rafmótorinn afturhjólin. Sameinar ákveðnar þarfir Um tvær og hálfa klukkustund tekur að fullhlaða háspennta lithium-ion 7.6 kWh rafhlöðu bílsins í gegnum sérstaka vegghleðslu en þrjár og hálfa klukkustund við venjulega heimilisinnstungu. MINI Cooper S E Countryman ALL4 er sérlega hentugur fyrir þá sem búa í þéttbýli og vilja aka rafknúnum, hljóðlátum og mengunarlausum bíl til og frá vinnu án þess að fórna þeim möguleika að geta nota bílinn til langferða út úr bænum. Ítarlegar upplýsingar um staðalbúnað MINI Cooper S E Countryman ALL4 ásamt fáanlegum aukabúnaði eru að finna á vef BL. Bíllinn sem kynntur verður á laugardag kostar 5.590 þús. króna. MINI MINI er dótturfyrirtæki BMW Group sem hefur staðið fyrir umtalsverðri þróun á þessu sögufræga og vinsæla merki frá 1994 þegar fyrirtækið var keypt frá Bretlandi. Margir Íslendingar þekkja MINI sem var lengi vinsæll hér á landi undir heitinu Austin Mini. Hann hefur alla tíð skorið sig úr fjöldanum enda fáir jafn auðþekkjanlegir í útliti. Það sem upphaflega byrjaði sem snilldarlausn á árum olíukreppunnar sló umsvifalaust í gegn um allan heim enda blés yfirbragð bílsins fólki bjartsýni í brjóst. MINI hefur þróast með aðdáendum sínum og breyst í samræmi breyttar þarfir, aðrar áherslur á stærð, efnisval, áferð og ýmsan annan smekk án þess þó að tapa upphaflegum eðliseiginleikum sínum. MINI er alltaf MINI þótt aðdáendur geti valið úr meira en 10 milljónum mögulegra samsetninga.
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent