Jónas Reynir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2017 22:28 Jónas Reynir Gunnarsson var í dag verðlaunaður fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu bókaforlagsins Partusar. Jónas Reynir Gunnarsson er fæddur 1987 en hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. Jónas hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og Stúdentablaði Háskóla Íslands, þar sem hann hlaut fyrsta sæti í árlegri ljóðakeppni blaðsins 2014. Árið 2015 varð hann hlutskarpastur í leikritunarkeppni sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands með verkinu Við deyjum á Mars og sama ár kom út smásagan Þau stara á mig hjá Partusi. Fyrsta ljóðabók Jónasar, Leiðarvísir um þorp, kom einnig út hjá Partusi haustið 2017, sem og fyrsta skáldsaga hans, Millilending. Alls barst 51 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni en til þess að hljóta þessi verðlaun þurfa höfundar að sækja um það sérstaklega. Dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson. Í niðurstöðu dómnefndar segir: ,,Stór olíuskip er sterkt og fallegt verk. Ljóðin eru stílhrein og myndmálið ferskt og grípandi. Heildarmyndin er fimlega smíðuð og kallar á endurlestur; stóru olíuskipin sigla inn og út um vitund lesandans og skilja eftir sig fínlegt kjölfar tilfinninga sem spanna allt frá depurð og eftirsjá til hógværs fagnaðar. Eitt einkenni ljóðanna er sérstæð efniskennd sem felur í sér að hið gagnsæja og hljóðlausa verður áþreifanlegt og tekur á sig lifandi form í síkvikum veruleika á mörkum hins óhöndlandlega og hins hversdagslega. Annað einkenni er hafið og vötn af ýmsu tagi sem bæði framkalla spegilmyndir og bera með sér mátt til umbreytinga.“ Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu bókaforlagsins Partusar. Jónas Reynir Gunnarsson er fæddur 1987 en hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. Jónas hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og Stúdentablaði Háskóla Íslands, þar sem hann hlaut fyrsta sæti í árlegri ljóðakeppni blaðsins 2014. Árið 2015 varð hann hlutskarpastur í leikritunarkeppni sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands með verkinu Við deyjum á Mars og sama ár kom út smásagan Þau stara á mig hjá Partusi. Fyrsta ljóðabók Jónasar, Leiðarvísir um þorp, kom einnig út hjá Partusi haustið 2017, sem og fyrsta skáldsaga hans, Millilending. Alls barst 51 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni en til þess að hljóta þessi verðlaun þurfa höfundar að sækja um það sérstaklega. Dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson. Í niðurstöðu dómnefndar segir: ,,Stór olíuskip er sterkt og fallegt verk. Ljóðin eru stílhrein og myndmálið ferskt og grípandi. Heildarmyndin er fimlega smíðuð og kallar á endurlestur; stóru olíuskipin sigla inn og út um vitund lesandans og skilja eftir sig fínlegt kjölfar tilfinninga sem spanna allt frá depurð og eftirsjá til hógværs fagnaðar. Eitt einkenni ljóðanna er sérstæð efniskennd sem felur í sér að hið gagnsæja og hljóðlausa verður áþreifanlegt og tekur á sig lifandi form í síkvikum veruleika á mörkum hins óhöndlandlega og hins hversdagslega. Annað einkenni er hafið og vötn af ýmsu tagi sem bæði framkalla spegilmyndir og bera með sér mátt til umbreytinga.“
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira