Svarar Steingrími fullum hálsi: „Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 21:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lét Steingrím heyra það á framboðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri. vísir/stefán Á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri sagði Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi að Sjálfstæðisflokkurinn væri fatlaður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins svaraði Steingrími fullum hálsi og uppskar mikið lófaklapp menntskælinga. „Ég ætla nú fyrst að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við sem fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir. Talandi um ódýra pólitík,“ sagði Áslaug á fundinum. „Svona ummæli og fordómar viðgangast ef enginn mótmælir þeim. Við þurfum auðvitað að ganga fram með góðu fordæmi,“ segir Áslaug í samtali við Vísi en hún bætir við að mönnum geti að sjálfsögðu orðið á en að sér hafi fundist mikilvægt að svara ummælum sem þessum, sérstaklega á fundi ungmenna. „Ég bara veit það að „fatlaður“ eru of oft notað sem niðrandi orð og mér finnst það miður. Það er leiðinlegt að þeim sé stillt upp þannig að þau séu lélegri eða verri eins og þetta var sett upp,“ segir Áslaug sem segir málið standa sér nærri þar sem hún eigi fatlaða systur. „Mér finnst bara alltaf mjög mikilvægt að þegar þetta kemur upp - af því þetta stendur mér nærri - að svara þessu svo þetta viðgangist ekki og verði ekki talinn eðlilegur talsmáti af því það er nú bara svoleiðis að orðið fatlaður á ekki að vera notað sem neikvætt eða niðrandi orð, sama um hvað er talað,“ segir Áslaug að endingu.Hér að neðan er hægt að sjá myndskeið af ummælunum. Uppfært: Blaðamanni hefur verið bent á að Steingrímur hafi beðist afsökunar á ummælum sínum seinna á sama fundi. Því skal haldið til haga hér. Afsökunarbeiðni Steingríms hljóðaði svo: „Já, góðir fundarmenn, Það er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á því hafi ég komið þannig út að ég væri að líkja Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt við einhvers konar líkamlega, andlega fötlun. Það er ekki vel orðað.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri sagði Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi að Sjálfstæðisflokkurinn væri fatlaður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins svaraði Steingrími fullum hálsi og uppskar mikið lófaklapp menntskælinga. „Ég ætla nú fyrst að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við sem fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir. Talandi um ódýra pólitík,“ sagði Áslaug á fundinum. „Svona ummæli og fordómar viðgangast ef enginn mótmælir þeim. Við þurfum auðvitað að ganga fram með góðu fordæmi,“ segir Áslaug í samtali við Vísi en hún bætir við að mönnum geti að sjálfsögðu orðið á en að sér hafi fundist mikilvægt að svara ummælum sem þessum, sérstaklega á fundi ungmenna. „Ég bara veit það að „fatlaður“ eru of oft notað sem niðrandi orð og mér finnst það miður. Það er leiðinlegt að þeim sé stillt upp þannig að þau séu lélegri eða verri eins og þetta var sett upp,“ segir Áslaug sem segir málið standa sér nærri þar sem hún eigi fatlaða systur. „Mér finnst bara alltaf mjög mikilvægt að þegar þetta kemur upp - af því þetta stendur mér nærri - að svara þessu svo þetta viðgangist ekki og verði ekki talinn eðlilegur talsmáti af því það er nú bara svoleiðis að orðið fatlaður á ekki að vera notað sem neikvætt eða niðrandi orð, sama um hvað er talað,“ segir Áslaug að endingu.Hér að neðan er hægt að sjá myndskeið af ummælunum. Uppfært: Blaðamanni hefur verið bent á að Steingrímur hafi beðist afsökunar á ummælum sínum seinna á sama fundi. Því skal haldið til haga hér. Afsökunarbeiðni Steingríms hljóðaði svo: „Já, góðir fundarmenn, Það er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á því hafi ég komið þannig út að ég væri að líkja Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt við einhvers konar líkamlega, andlega fötlun. Það er ekki vel orðað.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira