Sport

Halldór Logi og Inga Birna meistarar á Grettismótinu í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurvegararnir í opnum flokki karla og kvenna voru þau Halldóri Loga Valssyni og Ingu Birnu Ársælsdóttur.
Sigurvegararnir í opnum flokki karla og kvenna voru þau Halldóri Loga Valssyni og Ingu Birnu Ársælsdóttur. Mynd/Mjölnir
Grettismót Mjölnis fór fram um síðustu helgi en þetta er fimmta árið í röð sem mótið er haldið.

Á mótinu er keppt í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) og keppt er í galla (Gi).

Um fjörutíu keppendur frá félögum víðs vegar um landið tóku þátt en keppt var í nokkrum þyngdarflokkum auk opinna flokka karla og kvenna.

Þau Halldór Logi Valsson og Inga Birna Ársælsdóttir úr Mjölni voru sigurvegarar dagsins en þau unnu opnu flokkana eftir glæsilegar glímur sem báðar enduðu með uppgjafartaki.

Auk þessa var uppgjafartak Halldórs Loga í úrslitaglímu opna flokksins valið besta uppgjafartak keppninnar.  

Verðlaunahafar á Grettismótinu 2017 voru:

-68 kg flokkur karla

    1. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)

    2. sæti: Philippe Bauzon (Kore BJJ)

    3. sæti: Gunnar Sigurðsson (VBC)

-79 kg flokkur karla

    1. sæti: Vilhjálmur Arnarsson (Fenrir)

    2. sæti: Kristján Einarsson (Mjölnir)

    3. sæti: Valdimar Torfason (Mjölnir)

-90 kg flokkur karla

    1. sæti: Eiður Sigurðsson (VBC)

    2. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)

    3. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)

-101 kg flokkur karla

    1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)

    2. sæti: Pétur Marinó Jónsson (Mjölnir)

    3. sæti: Máximos Aljayuosi (Mjölnir)

+101 kg flokkur karla

    1. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)

    2. sæti: Pétur Jóhannes Óskarsson (Mjölnir)

    3. sati: Kjartan Vífill Ívarsson (Kore BJJ)

Opinn flokkur kvenna

    1. sæti: Inga Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)

    2. sæti: Karlotta Brynja Baldvinsdóttir (VBC)

    3. sæti: Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

    1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)

    2. sæti: Eiður Sigurðsson (VBC)

    3. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×