Sport

Svona deyja menn í niðurskurði | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lima gat hreinlega ekki staðið.
Lima gat hreinlega ekki staðið.
Það er allt gjörsamlega brjálað í MMA-heiminum eftir að bardagakappi hjá Pancrase-bardagasambandinu var dreginn upp á vigtina því hann gat ekki labbað. Það var ákaflega óhugnaleg sjón.

Kappinn heitir Daniel Lima og var búinn að vinna sjö bardaga í röð fyrir síðustu helgi. Hann þurfti að taka af sér rúm sjö kíló á tveimur sólarhringum og það gekk afar nærri honum að gera það.

Lima gat varla staðið er hann var leiddur á vigtina. Það sem er kannski enn ótrúlegra er að hann fékk að keppa daginn eftir. Engar athugasemdir frá þjálfurum hans eða keppnishöldurum. Lima tapaði á dómaraúrskurði.

Hinn ábyrgi hluti MMA-heimsins er algjörlega brjálaður yfir þessu enda setja svona uppákomur svartan blett á íþróttina.

Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hvað hæst er John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor.





Fleiri hafa stokkið til og gagnrýnt þjálfara Lima og mótshaldara harkalega enda er verulega erfitt að horfa á þetta myndband hér að neðan. „Það er svona sem menn deyja í niðurskurði,“ hafa margir sagt.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×