„Andlitið á mér passaði ekki“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2017 22:45 Goya var ein af efnilegustu kylfingum síns tíma Mynd/SkySports Henni Goya, fyrrum atvinnukylfingur í golfi, fannst hún ekki alltaf velkomin í golfklúbbnum, þrátt fyrir að vita að íþróttin væri fyrir hana. Goya er dóttir bresks föðurs og móður frá Máritíus og kemur fram í þáttaröð SkySports sem ber heitið My Icon og er framleidd í tengslum við mánuð sögu blökkufólks og einblínir á stórstjörnur í íþróttum sem koma úr röðum minnihlutafólks. Goya var valin í úrvalshóp Nick Faldo fyrir unga og efnilega kylfinga þegar hún var 13 ára. Meðal annara sem hafa fengið inngöngu í þennan hóp er fyrrum efsti maður heimslistans Rory McIlroy. „Í gegnum spilamennsku mína öðlaðist ég virðingu,“ sagði Goya í þættinum, en hún er núna einn golfsérfræðinga SkySports. „Golfklúbbar eru stundum mjög fjandsamlegt umhverfi, sérstaklega ef þú ert kona og sérstaklega ef andlitið á þér passar ekki inn í. Mitt gerði það sannarlega ekki.“ „Þú færð á tilfinningunni að þú sért ekki velkominn og passir ekki inn í meðal almennings í klúbbnum. Mér fannst það virkilega erfitt,“ sagði Henni Goya. Í öðrum þáttum þáttaraðarinnar komu einnig fram krikketkonan Ebony Rainford-Brent sem þurfti að klæða sig eins og strákur til að mega spila og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, Johnny Nelson, ræðir um hvernig hann tókst á við mótlæti. Golf Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Henni Goya, fyrrum atvinnukylfingur í golfi, fannst hún ekki alltaf velkomin í golfklúbbnum, þrátt fyrir að vita að íþróttin væri fyrir hana. Goya er dóttir bresks föðurs og móður frá Máritíus og kemur fram í þáttaröð SkySports sem ber heitið My Icon og er framleidd í tengslum við mánuð sögu blökkufólks og einblínir á stórstjörnur í íþróttum sem koma úr röðum minnihlutafólks. Goya var valin í úrvalshóp Nick Faldo fyrir unga og efnilega kylfinga þegar hún var 13 ára. Meðal annara sem hafa fengið inngöngu í þennan hóp er fyrrum efsti maður heimslistans Rory McIlroy. „Í gegnum spilamennsku mína öðlaðist ég virðingu,“ sagði Goya í þættinum, en hún er núna einn golfsérfræðinga SkySports. „Golfklúbbar eru stundum mjög fjandsamlegt umhverfi, sérstaklega ef þú ert kona og sérstaklega ef andlitið á þér passar ekki inn í. Mitt gerði það sannarlega ekki.“ „Þú færð á tilfinningunni að þú sért ekki velkominn og passir ekki inn í meðal almennings í klúbbnum. Mér fannst það virkilega erfitt,“ sagði Henni Goya. Í öðrum þáttum þáttaraðarinnar komu einnig fram krikketkonan Ebony Rainford-Brent sem þurfti að klæða sig eins og strákur til að mega spila og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, Johnny Nelson, ræðir um hvernig hann tókst á við mótlæti.
Golf Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira