Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. október 2017 23:30 Max Verstappen var lengst af á ráspól þangað til Sebastian Vettel skellti inn ógnarhröðum hring. Vísir/Getty Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var heljarinnar hringur, það er lítið grip hérna, ég þurfti að vanda mig mikið. Ég lenti í smá vandræðum í sjöttu beygju og þurfti að setja bílinn niður í fyrsta gír en það slapp og ég tapaði engum tíma,“ sagði Vettel eftir tímatökuna. „Við verðum að taka allt út úr öllum þeim skiptum sem við förum út á brautina, allar æfingar, tímatökur og keppnir. Titillinn er auðvitað ekki eins mikið í okkar höndum og við hefðum viljað,“ bætti Vettel við. „Ég er afskaplega pirraður. Ég er auðvitað nokkuð sáttur við annað sæti en það er ekki það sem við ætluðum. Ég verð með nokkuð góða rásstöðu á morgun,“ sagði Max Verstappen á Red Bull sem varð annar. „Þeir voru afar fljótir á undan okkur í dag. Ég held að síðasti hringurinn hafi geta verið aðeins hraðari en þeir voru of fljótir. Vonandi get ég átt góðan slag á morgun,“ sagði Lewis Hamilton sem varð þriðji í dag á Mercedes. „Þetta kom bara frá okkur, við gefumst aldrei upp. Ef maður vill ekki gefast upp þá verður maður að vinna hart að þessu,“ sagði Maurizio Arrivabene liðsstjóri Ferrari.Fernando Alonso sagði það ljóst að McLaren bíllinn væri sá besti á brautinni í dag.Vísir/Getty„Ég var að aka minn hring og ég sá að hann [Verstappen] var að aka hægt og ég fór inn í beygjunna og læsti og það skemmdi hringinn minn. Ég ætla ekki að kasta dóm á þetta atvik það er annarra að gera það. Ég fann mig vel í bílnum í dag annars og er nálægt Lewis í dag,“ sagði Valtteri Bottas sem varð fjórði á Mercedes. „Við misstum gripið og skildum ekki hvernig það hvarf eða hvert. Við reyndum allt til að ná því til baka en við snertum bílinn ekki svo þetta er afar skrítið og pirrandi. Það gerði mér ekki auðvelt að setja góðan tíma. Ef við náum áttum og skiljum bílinn og hvað gerðist í tímatökunni þá eigum við möguleika á verðlaunapalli á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjöundi á Red Bull. „Þetta var flókið, ég var að reyna að setja saman einn fullkominn hring og það var mjög erfitt. Það voru alltaf einhver mistök hér og þar, því miður,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð fimmti í dag. „Við sýndum enn aftur að bíllinn okkar er góður, það að vera tveimur tíundu frá hraðasta manni í fyrstu lotu sýnir að sennilega í fyrsta skipti í þrjú ár vorum við með besta bílinn á brautinni,“ sagði Fernando Alonso sem mun ræsa aftast á morgun vegna refsinga fyrir nýja vélaíhluti í bíl hans. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43 Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 28. október 2017 14:15 Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var heljarinnar hringur, það er lítið grip hérna, ég þurfti að vanda mig mikið. Ég lenti í smá vandræðum í sjöttu beygju og þurfti að setja bílinn niður í fyrsta gír en það slapp og ég tapaði engum tíma,“ sagði Vettel eftir tímatökuna. „Við verðum að taka allt út úr öllum þeim skiptum sem við förum út á brautina, allar æfingar, tímatökur og keppnir. Titillinn er auðvitað ekki eins mikið í okkar höndum og við hefðum viljað,“ bætti Vettel við. „Ég er afskaplega pirraður. Ég er auðvitað nokkuð sáttur við annað sæti en það er ekki það sem við ætluðum. Ég verð með nokkuð góða rásstöðu á morgun,“ sagði Max Verstappen á Red Bull sem varð annar. „Þeir voru afar fljótir á undan okkur í dag. Ég held að síðasti hringurinn hafi geta verið aðeins hraðari en þeir voru of fljótir. Vonandi get ég átt góðan slag á morgun,“ sagði Lewis Hamilton sem varð þriðji í dag á Mercedes. „Þetta kom bara frá okkur, við gefumst aldrei upp. Ef maður vill ekki gefast upp þá verður maður að vinna hart að þessu,“ sagði Maurizio Arrivabene liðsstjóri Ferrari.Fernando Alonso sagði það ljóst að McLaren bíllinn væri sá besti á brautinni í dag.Vísir/Getty„Ég var að aka minn hring og ég sá að hann [Verstappen] var að aka hægt og ég fór inn í beygjunna og læsti og það skemmdi hringinn minn. Ég ætla ekki að kasta dóm á þetta atvik það er annarra að gera það. Ég fann mig vel í bílnum í dag annars og er nálægt Lewis í dag,“ sagði Valtteri Bottas sem varð fjórði á Mercedes. „Við misstum gripið og skildum ekki hvernig það hvarf eða hvert. Við reyndum allt til að ná því til baka en við snertum bílinn ekki svo þetta er afar skrítið og pirrandi. Það gerði mér ekki auðvelt að setja góðan tíma. Ef við náum áttum og skiljum bílinn og hvað gerðist í tímatökunni þá eigum við möguleika á verðlaunapalli á morgun,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð sjöundi á Red Bull. „Þetta var flókið, ég var að reyna að setja saman einn fullkominn hring og það var mjög erfitt. Það voru alltaf einhver mistök hér og þar, því miður,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð fimmti í dag. „Við sýndum enn aftur að bíllinn okkar er góður, það að vera tveimur tíundu frá hraðasta manni í fyrstu lotu sýnir að sennilega í fyrsta skipti í þrjú ár vorum við með besta bílinn á brautinni,“ sagði Fernando Alonso sem mun ræsa aftast á morgun vegna refsinga fyrir nýja vélaíhluti í bíl hans.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43 Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 28. október 2017 14:15 Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43
Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 28. október 2017 14:15
Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00