Vann golfmót en fékk ekki bikarinn af því að hún er stelpa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 22:15 Golfstelpan Jensi Krampel tengist ekki fréttinni en er gott dæmi um stelpu sem ætlar sér að ná langt í golfinu. Vísir/Getty Menntaskólastelpan Emily Nash er öflugur kylfingur og svo góð að hún betri en strákarnir í sínum skóla. Kynjareglur koma hinsvegar í veg fyrir að hún fá að keppa fyrir hönd skólans síns á fylkismótinu. Það er ekkert kvennalið í golfi í skólanum í Lunenburg, Massachusetts þar sem að Emily Nash stundar nám. Hún hefur því fengið að keppa með strákunum. Emily gerði sér lítið fyrir og vann Central Massachusetts Division 3 golfmótið á dögunum og slá þá við öllum strákunum. Að sjálfsögðu var bikar í verðlaun fyrir sigurinn og sigurvegarinn fékk líka þátttökurétt á fylkismótinu. Það er ef hann var strákur. Emily Nash fékk hvorki bikarinn eða má keppa á Massachusetts fylkismótinu því samkvæmt reglunum þá mátti hún í raun ekki keppa á þessu strákamót.#lpga star Brittany Altomare supports Emily Nash, who did not win the #miaa CMass D3 golf title because she's a girlhttps://t.co/pYbcl5TT1Upic.twitter.com/lGDlGcFr5p — Telegram & Gazette (@telegramdotcom) October 26, 2017 Emily Nash naut enga forréttinda í mótinu og sló upphafshögg sín frá sömu teigum og strákarnir. Hún kláraði hringinn á 75 höggum og var fjórum höggum á undan efsta stráknum. „Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikin en ég skil það að við þurfum að fylgja reglunum,“ sagði Emily Nash í viðtali við Telegram & Gazette sem fjallar um málið. Strákurinn sem varð annar í mótinu og fékk bikarinn bauðst til að láta Emily fá bikarinn sem hún hafði með réttu unnið. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Menntaskólastelpan Emily Nash er öflugur kylfingur og svo góð að hún betri en strákarnir í sínum skóla. Kynjareglur koma hinsvegar í veg fyrir að hún fá að keppa fyrir hönd skólans síns á fylkismótinu. Það er ekkert kvennalið í golfi í skólanum í Lunenburg, Massachusetts þar sem að Emily Nash stundar nám. Hún hefur því fengið að keppa með strákunum. Emily gerði sér lítið fyrir og vann Central Massachusetts Division 3 golfmótið á dögunum og slá þá við öllum strákunum. Að sjálfsögðu var bikar í verðlaun fyrir sigurinn og sigurvegarinn fékk líka þátttökurétt á fylkismótinu. Það er ef hann var strákur. Emily Nash fékk hvorki bikarinn eða má keppa á Massachusetts fylkismótinu því samkvæmt reglunum þá mátti hún í raun ekki keppa á þessu strákamót.#lpga star Brittany Altomare supports Emily Nash, who did not win the #miaa CMass D3 golf title because she's a girlhttps://t.co/pYbcl5TT1Upic.twitter.com/lGDlGcFr5p — Telegram & Gazette (@telegramdotcom) October 26, 2017 Emily Nash naut enga forréttinda í mótinu og sló upphafshögg sín frá sömu teigum og strákarnir. Hún kláraði hringinn á 75 höggum og var fjórum höggum á undan efsta stráknum. „Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikin en ég skil það að við þurfum að fylgja reglunum,“ sagði Emily Nash í viðtali við Telegram & Gazette sem fjallar um málið. Strákurinn sem varð annar í mótinu og fékk bikarinn bauðst til að láta Emily fá bikarinn sem hún hafði með réttu unnið.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira