Hún og landa hennar Anníe Mist Þórisdóttir eru einu konurnar sem hafa unnið heimsleikana tvö ár í röð en Katrín Tanja vann leikana 2015 og 2016.
Katrín Tanja er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og fólkið sem sér um Twitter-síðu heimsleikana rifjuðu það upp í vikunni þegar þeir kynntu Katrínu Tönju fyrir crossfit heiminum.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en okkar kona var þá strax farin að setja sér metnaðarfull markmið.
A flashback to when the @CrossFit community was introduced to an 18-year-old @katrintanja . pic.twitter.com/XoanXAzl0c
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 21, 2017
Katrín Tanja komst á leikana þetta ár eftir að hafa orðið í öðru sæti í undankeppni Evrópu. Hún endaði 30. sæti á heimsleikunum 2012 og hækkaði sig síðan um sex sæti árið eftir. Eftir að hafa misst af heimsleikunum 2014 kom hún sterk til baka og vann leikana næstu tvö ár á eftir.