Tónlistamaðurinn Teejay Boyo er frá Nígeríu en hefur búið á Íslandi í um 11 ár. Hann setti saman hressan lagalista fyrir Lífið.
Tónlistamaðurinn Teejay Boyo setti saman föstudagsplaylista Lífsins að þessu sinni. Teejay var að gefa út nýtt lag, lagið Wine Your Body, og að sjálfsögðu fékk það að fljóta með á lagalistann.