Toyota sér brátt endalok dísilfólksbíla í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2017 10:38 Toyota Avensis. Líklega mun Toyota ekki kynna fleiri nýja bíla knúna dísilvélum í Evrópu þó svo ennþá fáist Toyota bílar í álfunni með dísilvélar. Toyota leitaði í smiðju BMW vegna dísilvéla í Avensis og Auris bílanna fyrir Evrópumarkað. Er það lýsandi fyrir afstöðu Toyota varðandi dísilvélar, en þar á bæ virðist ekki vilji til að þróa nýjar dísilvélar. Þeir nýju bílar sem Toyota mun kynna í Evrópu á næstu árum verða ekki boðnir með dísilvélum og mun því það takmarkaða úrval dísilknúinna Toyota bíla sem fá má nú í álfunni fjara út þegar núverandi kynslóðir Avensis og Auris renna sitt skeið. Ný kynslóð Yaris er ekki í boði með dísilvél í Evrópu, né heldur sportjepplingurinn C-HR og á því má ljóst vera að ekki stendur til að setja á markað nýja bíla sem knúnir eru dísilvélum. Toyota hefur um árabil lagt áherslu á Hybrid bíla með bensínvélum og mun svo áfram verða. Öndvert við marga þýska og franska bílaframleiðendur hefur lítil áhersla verið á dísilknúna bíla hjá Toyota á undanförnum árum. Svo virðist sem Toyota hafi veðjað á réttan hest með því nú þegar andstaða við dísilknúna bíla er orðin mikil í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Það eru þó enn nokkrir bílar frá Toyota sem seljast vel með dísilvélum, þ.e. Land Cruiser, Hilux og Proace sendibíllinn og verða þeir allir áfram í boði með dísilvélar. Öðru máli mun þó gegna um fólksbíla Toytoa. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent
Líklega mun Toyota ekki kynna fleiri nýja bíla knúna dísilvélum í Evrópu þó svo ennþá fáist Toyota bílar í álfunni með dísilvélar. Toyota leitaði í smiðju BMW vegna dísilvéla í Avensis og Auris bílanna fyrir Evrópumarkað. Er það lýsandi fyrir afstöðu Toyota varðandi dísilvélar, en þar á bæ virðist ekki vilji til að þróa nýjar dísilvélar. Þeir nýju bílar sem Toyota mun kynna í Evrópu á næstu árum verða ekki boðnir með dísilvélum og mun því það takmarkaða úrval dísilknúinna Toyota bíla sem fá má nú í álfunni fjara út þegar núverandi kynslóðir Avensis og Auris renna sitt skeið. Ný kynslóð Yaris er ekki í boði með dísilvél í Evrópu, né heldur sportjepplingurinn C-HR og á því má ljóst vera að ekki stendur til að setja á markað nýja bíla sem knúnir eru dísilvélum. Toyota hefur um árabil lagt áherslu á Hybrid bíla með bensínvélum og mun svo áfram verða. Öndvert við marga þýska og franska bílaframleiðendur hefur lítil áhersla verið á dísilknúna bíla hjá Toyota á undanförnum árum. Svo virðist sem Toyota hafi veðjað á réttan hest með því nú þegar andstaða við dísilknúna bíla er orðin mikil í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen. Það eru þó enn nokkrir bílar frá Toyota sem seljast vel með dísilvélum, þ.e. Land Cruiser, Hilux og Proace sendibíllinn og verða þeir allir áfram í boði með dísilvélar. Öðru máli mun þó gegna um fólksbíla Toytoa.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent