Menning

Geðheilbrigði tónlistarmanna er ekki skemmtifrétt

Benedikt Bóas skrifar
Chester Bennington, söngvari Linkin Park, var virtur og dáður af milljónum en hafði sinn djöful að draga. Hann framdi sjálfsmorð þann 20. júlí síðastliðinn þegar hann hengdi sig á heimili sínu. Hann var 41. árs.
Chester Bennington, söngvari Linkin Park, var virtur og dáður af milljónum en hafði sinn djöful að draga. Hann framdi sjálfsmorð þann 20. júlí síðastliðinn þegar hann hengdi sig á heimili sínu. Hann var 41. árs. NordicPhotos/Getty
„Þetta er stundum sett í búning og gert eins og það sé eftirsóknavert að vera að glíma við sinn djöful,“ segir Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN, en á tónlistarhátíðinni Iceland Air­waves verður ráðstefna þar sem rætt verður um geðheilbrigðismál tónlistarmanna.

Ástæðan er að fjölmargir tónlistarmenn hafa fallið fyrir eigin hendi, bæði erlendis og hérlendis. Umræðan um geðheilbrigðismál hefur lengi verið mikið tabú segir Anna, og sérstaklega meðal tónlistarmanna.

„Það þarf að gera eitthvað í þessu og tala um lausnir og vandamálið. Geðheilbrigðismál eru tabú en eru einstök í tónlistargeiranum því það er eins og það sé einhver ljómi yfir tónlistar­mönnum og geðheilbrigði þeirra.

Ef tónlistarmaður fellur fyrir eigin hendi eða líður eitthvað illa og fær jafnvel eitthvert áfall þá er það málað í skemmtilegum litum í staðinn fyrir að segja: Guð minn góður, hvernig getum við hjálpað. 

Þegar Amy Winehouse til dæmis átti við sín vandamál að stríða þá var það málað sem einhver skemmtifrétt í staðinn fyrir að tala um þetta sem vandamál sem þarf að laga.“

William Doyle mun tala á fyrirlestrinum. NordicPhotos/Getty
William Doyle fæddist árið 1991 og sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Total Strife Forever.

Árið 2016 gaf hann út plötu sem hann byggði á kvíða sínum, ofsahræðslu og skorti á veruleikaskyni. 

Hann hefur verið opinskár gagnvart geðvandamálum sínum sem tónlistarmaður. 

„Okkur fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að fá hóp af fólki sem talar um geðheilbrigði tónlistarmanna þá væri betra að fá tónlistarmann sem glímir við geðvandamál og talar um þau. Segir frá sinni reynslu.

Við verðum líka með fulltrúa frá Landspítalanum sem talar um þau úrræði sem tónlistarmenn og aðrir hafa.“ 

Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 2. nóvember í sal 2 í Bíó Paradís.

Chris Cornell lést í maí síðastliðnum. Hann hafði glímt við þunglyndi í langan tíma. Hann var 52. ára gamall. NordicPhotos/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.