Rekstrarhagnaður N1 minnkar um rúmlega 4 prósent á milli ára Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 16:42 Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni hjá N1 á þriðja ársfjórðungi. VÍSIR/VILHELM Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira