Rekstrarhagnaður N1 minnkar um rúmlega 4 prósent á milli ára Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 16:42 Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni hjá N1 á þriðja ársfjórðungi. VÍSIR/VILHELM Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira