Úrsúla var tekin frá móður sinni átta ára gömul: „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2017 12:30 Saga þeirra mæðgna er mjög merkileg. „Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
„Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira