Ríkisendurskoðun vill svör frá flokki sem fékk 29 milljónir króna Haraldur Guðmundsson skrifar 25. október 2017 06:00 Skrifstofa Flokks heimilanna var í Vallarstræti 4 í miðborg Reykjavíkur. Starfsemi hans var afar umsvifalítil eftir kosningarnar 2013. vísir/valli Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Flokkur heimilanna hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi til Ríkisendurskoðunar rúmu ári eftir að skilafrestur rann út. Flokkurinn fékk 29,4 milljónir króna úr ríkissjóði og eru átta mánuðir liðnir síðan stofnunin óskaði eftir frekari gögnum um rekstur hans á árinu 2015. Kristján Snorri Ingólfsson, formaður Flokks heimilannaFlokkurinn hlaut rétt ríflega þrjú prósent atkvæða í alþingiskosningunum 2013. Samkvæmt lögum eiga allir flokkar sem fá yfir 2,5 prósenta fylgi rétt á greiðslum úr ríkissjóði. Kosningaárið fékk hann því þrjár milljónir og síðan á bilinu átta til tæpar 9,2 milljónir á ári út 2016. Ef ekki hefði verið kosið til Alþingis í októberlok í fyrra hefði flokkurinn fengið um níu milljónir króna til viðbótar vegna ársins 2017. Samkvæmt svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Fréttablaðsins skilaði Flokkur heimilanna inn ársreikningi fyrir 2015 í febrúar á þessu ári. Reikningurinn var aftur á móti óendurskoðaður og óskaði stofnunin þá eftir frekari gögnum og öðrum skýringum varðandi reksturinn. Þau hafa ekki borist þrátt fyrir ítrekanir en flokkurinn hefur áður skilað eldri ársreikningum eftir að skilafrestur rann út. Í desember 2015 munaði minnstu að Ríkisendurskoðun kærði vanskil á ársreikningi 2014 til lögreglu. „Við erum ekki lengur á neinum fjárlögum ríkisins,“ sagði Kristján Snorri Ingólfsson, formaður flokksins, í samtali við blaðamann áður en hann baðst undan viðtali. Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, bróðir hans og framkvæmdastjóri Flokks heimilanna, hafa séð um reksturinn síðan 2013. Sá fyrrnefndi tapaði í febrúar í fyrra meiðyrðamáli gegn Pétri Gunnlaugssyni, útvarpsmanni á Útvarpi sögu. Pétur kom að stofnun stjórnmálaaflsins en Kristján stefndi honum vegna ummæla um að Kristján hefði ekki greitt skuldir flokksins og þess í stað farið á HM í fótbolta í Brasilíu árið 2014. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að flokkurinn hefði borgað einkafyrirtæki formannsins, einkahlutafélaginu Helstirni, og bróður hans 5,3 milljónir króna úr sjóðum flokksins þegar Pétur lét ummælin falla í júlí 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01 Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kristján Snorri Ingólfsson íhugar lagalegan rétt sinn vegna fréttar Útvarps Sögu 5. júlí 2014 00:01
Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk "Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum. 4. júlí 2014 20:00