Eigendur Atlantsolíu undirbúa sölu á fyrirtækinu Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 07:30 Atlantsolía rekur 19 sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu. vísir/anton brink Eigendur Atlantsolíu, sem rekur nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu, kanna nú mögulega sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hafa þeir fengið endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að undirbúa Atlantsolíu fyrir söluferli, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ákvörðun um að bjóða félagið formlega til sölu hefur hins vegar ekki enn verið tekin. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, staðfestir í samtali við Markaðinn að verið sé að skoða að selja fyrirtækið. Það komi til vegna áhuga sem innlendir aðilar hafi sýnt Atlantsolíu að undanförnu. Aðspurð segir Guðrún að ákvörðun um hvort félagið verði sett í opið söluferli muni liggja fyrir á allra næstu vikum. Eigendur Atlantsolíu, sem er minnsta olíufélagið á íslenska markaðnum, eru Guðmundur Kjærnested og Bandaríkjamaðurinn Brandon Charles Rose. Atlantsolía var stofnuð sumarið 2002 og var fyrsta bensínstöð félagsins opnuð ári síðar. Hagnaður Atlantsolíu á síðasta ári nam rúmlega 203 milljónum króna borið saman við hagnað upp á 50 milljónir árið áður, að því er fram kemur ársreikningi. Heildarvelta félagsins dróst hins vegar saman um 680 milljónir og var samtals 4.638 milljónir í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir stjórnenda Atlantsolíu ráð fyrir að afkoma félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði um 500 milljónir á þessu ári. Heildareignir námu rúmlega 3.700 milljónum í lok síðasta árs og eigið fé var um 840 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því rúmlega 22 prósent. Í skýrslu stjórnar Atlantsolíu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um greiðslu arðs vegna afkomu síðasta árs. Á árinu 2016 greiddi félagið hins vegar tæplega 124 milljónir í arð til hluthafa. Í lok síðasta árs var Atlantsolía í hundrað prósent eigu Atlantsolíu Holdings ehf. en það er aftur í jafnri eigu bandarísku félaganna Atlantsoliu Investments LLC og Atlantsoliu Holding LLC. Stjórnarmenn Atlantsolíu Holdings eru þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose. Sá sem er ráðgjafi Atlantsolíu varðandi mögulega sölu á fyrirtækinu er Þór Hauksson í fjármálaráðgjöf Deloitte en hann var meðal annars áður yfir fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands.Guðrún Ragna Garðasdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir innlenda aðila hafa sýnt fyrirtækinu áhuga að undanförnu.Hræringar á markaði Miklar hræringar hafa verið á íslenskum eldsneytismarkaði á undanförnum misserum, ekki síst með aukinni samkeppni eftir komu Costco, og hafa olíufélögin leitað leiða til hagræðingar með sameiningum við félög í smásölu. Þannig var gengið frá endanlegum kaupsamningi fyrr í þessum mánuði vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Þá var tilkynnt um kaup Haga á Olís fyrir um 9,2 til 10,2 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Gert var ráð fyrir að kaupin gengju í gegn í lok þessa árs en kaupsamningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þá áformaði Skeljungur einnig að kaupa allt hlutafé Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum 10/11, fyrir um 2,2 milljarða en stjórn félagsins ákvað hins vegar um miðjan júlí á þessu ári að slíta þeim samningaviðræðum. Þegar starfsemi Costco hófst í maí síðastliðnum var félagið upphaflega með tólf eldsneytisdælur en þeim var síðar fjölgað í sextán. Flest íslensku eldsneytisfélögin hafa brugðist við samkeppninni frá Costco. Atlantsolía með lægra verði á tveimur sjálfsafgreiðslustöðvum í nágrenni við Costco, Skeljungur með Orkunni X og N1 með Dælunni. Fram kom í ViðskiptaMogganum þann 5. október síðastliðinn að samkvæmt heimildum blaðsins þá næmi eldsneytissala Costco, ef tekið er mið af sölu frá opnun verslunarinnar, um 30 milljónum lítra á ársgrundvelli. Það væru um tíu prósent af allri bensínsölu á landinu og mætti áætla að tekjur Costco vegna eldsneytissölu nemi um fimm milljörðum króna á ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Eigendur Atlantsolíu, sem rekur nítján sjálfsafgreiðslustöðvar á landinu öllu, kanna nú mögulega sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hafa þeir fengið endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að undirbúa Atlantsolíu fyrir söluferli, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ákvörðun um að bjóða félagið formlega til sölu hefur hins vegar ekki enn verið tekin. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, staðfestir í samtali við Markaðinn að verið sé að skoða að selja fyrirtækið. Það komi til vegna áhuga sem innlendir aðilar hafi sýnt Atlantsolíu að undanförnu. Aðspurð segir Guðrún að ákvörðun um hvort félagið verði sett í opið söluferli muni liggja fyrir á allra næstu vikum. Eigendur Atlantsolíu, sem er minnsta olíufélagið á íslenska markaðnum, eru Guðmundur Kjærnested og Bandaríkjamaðurinn Brandon Charles Rose. Atlantsolía var stofnuð sumarið 2002 og var fyrsta bensínstöð félagsins opnuð ári síðar. Hagnaður Atlantsolíu á síðasta ári nam rúmlega 203 milljónum króna borið saman við hagnað upp á 50 milljónir árið áður, að því er fram kemur ársreikningi. Heildarvelta félagsins dróst hins vegar saman um 680 milljónir og var samtals 4.638 milljónir í fyrra. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir stjórnenda Atlantsolíu ráð fyrir að afkoma félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði um 500 milljónir á þessu ári. Heildareignir námu rúmlega 3.700 milljónum í lok síðasta árs og eigið fé var um 840 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því rúmlega 22 prósent. Í skýrslu stjórnar Atlantsolíu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um greiðslu arðs vegna afkomu síðasta árs. Á árinu 2016 greiddi félagið hins vegar tæplega 124 milljónir í arð til hluthafa. Í lok síðasta árs var Atlantsolía í hundrað prósent eigu Atlantsolíu Holdings ehf. en það er aftur í jafnri eigu bandarísku félaganna Atlantsoliu Investments LLC og Atlantsoliu Holding LLC. Stjórnarmenn Atlantsolíu Holdings eru þeir Guðmundur Kjærnested og Brandon Rose. Sá sem er ráðgjafi Atlantsolíu varðandi mögulega sölu á fyrirtækinu er Þór Hauksson í fjármálaráðgjöf Deloitte en hann var meðal annars áður yfir fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands.Guðrún Ragna Garðasdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir innlenda aðila hafa sýnt fyrirtækinu áhuga að undanförnu.Hræringar á markaði Miklar hræringar hafa verið á íslenskum eldsneytismarkaði á undanförnum misserum, ekki síst með aukinni samkeppni eftir komu Costco, og hafa olíufélögin leitað leiða til hagræðingar með sameiningum við félög í smásölu. Þannig var gengið frá endanlegum kaupsamningi fyrr í þessum mánuði vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Þá var tilkynnt um kaup Haga á Olís fyrir um 9,2 til 10,2 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Gert var ráð fyrir að kaupin gengju í gegn í lok þessa árs en kaupsamningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þá áformaði Skeljungur einnig að kaupa allt hlutafé Basko, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum 10/11, fyrir um 2,2 milljarða en stjórn félagsins ákvað hins vegar um miðjan júlí á þessu ári að slíta þeim samningaviðræðum. Þegar starfsemi Costco hófst í maí síðastliðnum var félagið upphaflega með tólf eldsneytisdælur en þeim var síðar fjölgað í sextán. Flest íslensku eldsneytisfélögin hafa brugðist við samkeppninni frá Costco. Atlantsolía með lægra verði á tveimur sjálfsafgreiðslustöðvum í nágrenni við Costco, Skeljungur með Orkunni X og N1 með Dælunni. Fram kom í ViðskiptaMogganum þann 5. október síðastliðinn að samkvæmt heimildum blaðsins þá næmi eldsneytissala Costco, ef tekið er mið af sölu frá opnun verslunarinnar, um 30 milljónum lítra á ársgrundvelli. Það væru um tíu prósent af allri bensínsölu á landinu og mætti áætla að tekjur Costco vegna eldsneytissölu nemi um fimm milljörðum króna á ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira