Tollgæslan á að vera með eftirlit þar sem þjófnaðurinn átti sér stað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. október 2017 19:00 Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar. Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar.
Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53