Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 13:16 Útlitsmynd af sjúkrahótelinu Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítala ábyrgð á rekstri nýs 70 rýma sjúkrahótels á lóð spítalans við Hringbraut. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands en þar segir að ábyrgð Landspítalans á rekstri sjúkrahótels grundvallast á 20. grein laga um heilbrigðisþjónustu sem heimilar að kveða megi nánar á um þjónustu spítalans með sérstakri reglugerð. Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. Helstu markmiðin sem stefnt er að með rekstri sjúkrahótels eru að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda sem ekki er veitt í heimabyggð þeirra, styðja við bataferli sjúklinga í kjölfar meðferðar og enn fremur að bjóða aðstandendum sjúklinga gistingu eftir því sem þörf krefur. Miðað er við að þeir sem dvelja á sjúkrahótelinu séu sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs. Starfsemin mun því fyrst og fremst felast í hótelþjónustu. Dvalargestir eru því innritaðir á hótelinu en ekki á sjúkrahúsi, en nálægð við Landspítala tryggir öryggi dvalargesta. Gestir munu greiða fyrir dvölina samkvæmt gildandi reglum. Þar sem Landspítalinn hefur ekki reynslu af hótelrekstri er gengið út frá því að spítalinn útvisti rekstrinum til aðila sem hafa reynslu eða þekkingu á þessu sviði. Þetta er til að tryggja að starfsemin hafi ásýnd hótels fremur yfirbragð sjúkrastofnunar. Markmiðið með því að fela Landspítala ábyrgð á rekstrinum er að stuðla að samfelldri þjónustu við sjúklinga í framhaldi af meðferð á Landspítalanum en reiknað er með að stærstur hluti hótelgesta sæki þjónustu hjá Landspítala eða hafi dvalið þar. Frekari skilgreiningar á kröfum til starfseminnar verða gerðar í samstarfi Landspítala og velferðarráðuneytisins. Sjúkrahótelið verður opið öðrum gestum, samkvæmt skilyrðum þar um, ef fyrirséð er að herbergi muni standa auð að öðrum kosti og það skerði í engu aðgengi gesta sem þurfa á sjúkrahóteldvöl að halda. Almennir gestir munu greiða fullt gjald fyrir dvölina. Möguleiki er fyrir Landspítala eða aðra aðila að semja við sjúkrahótelið um dvöl fyrir einstaklinga á þeirra vegum sem þarfnast heilbrigðisþjónustu umfram þá sem sjúkrahótelinu er ætlað að veita. Í slíkum tilvikum ber viðkomandi aðili ábyrgð á að tryggja einstaklingnum sem um ræðir þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarfnast og standa straum af kostnaði vegna hennar. Miðað er við að starfsemi og þjónusta sjúkrahótelsins verði þróuð eftir því sem þekking á rekstrinum og þörfum notenda eykst með fenginni reynslu. Því verða samningur, þjónustukröfur, fjárframlög og aðrar forsendur endurskoðaðar reglulega. Til að fylgja þróun starfseminnar, meta þjónustu og nýtingu og styðja Landspítala sem verkkaupa mun velferðarráðuneytið skipa ráðgjafahóp sem starfa mun meðan starfsemin er í mótun. Áætlað er að starfsemi sjúkrahótelsins geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítala ábyrgð á rekstri nýs 70 rýma sjúkrahótels á lóð spítalans við Hringbraut. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands en þar segir að ábyrgð Landspítalans á rekstri sjúkrahótels grundvallast á 20. grein laga um heilbrigðisþjónustu sem heimilar að kveða megi nánar á um þjónustu spítalans með sérstakri reglugerð. Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. Helstu markmiðin sem stefnt er að með rekstri sjúkrahótels eru að útvega gistingu fyrir fólk af landsbyggðinni sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda sem ekki er veitt í heimabyggð þeirra, styðja við bataferli sjúklinga í kjölfar meðferðar og enn fremur að bjóða aðstandendum sjúklinga gistingu eftir því sem þörf krefur. Miðað er við að þeir sem dvelja á sjúkrahótelinu séu sjálfbjarga við athafnir daglegs lífs. Starfsemin mun því fyrst og fremst felast í hótelþjónustu. Dvalargestir eru því innritaðir á hótelinu en ekki á sjúkrahúsi, en nálægð við Landspítala tryggir öryggi dvalargesta. Gestir munu greiða fyrir dvölina samkvæmt gildandi reglum. Þar sem Landspítalinn hefur ekki reynslu af hótelrekstri er gengið út frá því að spítalinn útvisti rekstrinum til aðila sem hafa reynslu eða þekkingu á þessu sviði. Þetta er til að tryggja að starfsemin hafi ásýnd hótels fremur yfirbragð sjúkrastofnunar. Markmiðið með því að fela Landspítala ábyrgð á rekstrinum er að stuðla að samfelldri þjónustu við sjúklinga í framhaldi af meðferð á Landspítalanum en reiknað er með að stærstur hluti hótelgesta sæki þjónustu hjá Landspítala eða hafi dvalið þar. Frekari skilgreiningar á kröfum til starfseminnar verða gerðar í samstarfi Landspítala og velferðarráðuneytisins. Sjúkrahótelið verður opið öðrum gestum, samkvæmt skilyrðum þar um, ef fyrirséð er að herbergi muni standa auð að öðrum kosti og það skerði í engu aðgengi gesta sem þurfa á sjúkrahóteldvöl að halda. Almennir gestir munu greiða fullt gjald fyrir dvölina. Möguleiki er fyrir Landspítala eða aðra aðila að semja við sjúkrahótelið um dvöl fyrir einstaklinga á þeirra vegum sem þarfnast heilbrigðisþjónustu umfram þá sem sjúkrahótelinu er ætlað að veita. Í slíkum tilvikum ber viðkomandi aðili ábyrgð á að tryggja einstaklingnum sem um ræðir þá heilbrigðisþjónustu sem hann þarfnast og standa straum af kostnaði vegna hennar. Miðað er við að starfsemi og þjónusta sjúkrahótelsins verði þróuð eftir því sem þekking á rekstrinum og þörfum notenda eykst með fenginni reynslu. Því verða samningur, þjónustukröfur, fjárframlög og aðrar forsendur endurskoðaðar reglulega. Til að fylgja þróun starfseminnar, meta þjónustu og nýtingu og styðja Landspítala sem verkkaupa mun velferðarráðuneytið skipa ráðgjafahóp sem starfa mun meðan starfsemin er í mótun. Áætlað er að starfsemi sjúkrahótelsins geti hafist á fyrri hluta næsta árs.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira