Sport

Forseti UFC kallaði aðdáendur helvítis aumingja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dana White.
Dana White. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, er skrautlegur karakter og hefur alla tíð verið óhræddur við að láta menn heyra það.

Að hann skildi samt drulla yfir aðdáendur íþróttarinnar með þeim hætti sem hann gerði um síðustu helgi er samt líklega aðeins of mikið af því góða.

Margir UFC-aðdáendur voru svekktir þegar Englendingurinn Darren Till pakkaði Donald Cerrone saman í Póllandi um síðustu helgi. Það kunni White ekki að meta.

„Grjóthaldiði kjafti helvítis aumingjarnir ykkar. Þessi strákur var að bjóða upp á ótrúlega frammistöðu gegn goðsögninni Cerrone,“ sagði White meðal annars og bætti við.

„Þið hérna á samfélagsmiðlunum eruð mestu vælukjóar sem til eruð. Ég elska Cowboy. Hann barðist og tapaði. Það gerist svo grjóthaldiði kjafti.“

MMA

Tengdar fréttir

Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi

Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×