Yngri kjósendur kjósa utan kjörfundar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. október 2017 19:00 Kjósendur í Smáralind í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra. Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra.
Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00