Kjósendur með lífið í lúkunum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. október 2017 07:00 Þar sem komin er kosningavika, og fólk ekki alls kostar sammála um að þið stjórnmálamenn séuð að ræða það sem ræða ber við slík tímamót, vil ég leggja til mál sem mér finnst að kryfja eigi í kosningavikunni og reyndar hinar vikurnar fimmtíu og eina. (Það má víst taka svona til orða þegar kosningar eru orðnar árlegur viðburður.) Til að skýra málið segi ég ykkur frá akurbónda sem nálgast níræðisaldur og lýsir af miklum lífsneista. Samt eru blikur á lofti því beinin eru lúin og ættmenni óttast að þegar þau leyfa honum ekki lengur að annast akurinn lognist hann út af og deyi. Dæmi um slíkt eru mýmörg þar í sveitum. Ólífubændur standa nefnilega margir gagnvart lífinu eins og Yasser Arafat heitinn stóð frammi fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna og sagði: „Ég held á ólífugrein í annarri hendi og byssu til sjálfsvarnar í hinni. Ekki láta mig missa takið á greininni.“ Þannig stendur líka fólkið frammi fyrir samfélagi sínu. Hver og einn heldur um sína grein, það er að segja meðan samfélagið er sá akur þar sem hver og einn fær að rækta sitt tré. Hagræðingartilburðir ykkar hafa hins vegar orðið til þess að búið er að skyggja nánast allt undir ofurstórar blokkir þar sem fólki er skipað á bás með boss yfir. Þar er farið eftir einsleitum línum sem Mammon hefur párað. Hraðinn er mikill og kröfurnar miklar sem getur verið gaman uns langstreita fær menn til að visna með tilheyrandi geðvandræðum. Öll þurfum við haldreipi sem heldur okkur heilbrigðum: Iðja, vinna, menning, iðn, búseta og lífsstíll af ótal gerðum og sniðum. Við stöndum með lífsneistann í annarri hendi og vonleysið í hinni. Sláið ekki lífsneistann úr lúkunum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þar sem komin er kosningavika, og fólk ekki alls kostar sammála um að þið stjórnmálamenn séuð að ræða það sem ræða ber við slík tímamót, vil ég leggja til mál sem mér finnst að kryfja eigi í kosningavikunni og reyndar hinar vikurnar fimmtíu og eina. (Það má víst taka svona til orða þegar kosningar eru orðnar árlegur viðburður.) Til að skýra málið segi ég ykkur frá akurbónda sem nálgast níræðisaldur og lýsir af miklum lífsneista. Samt eru blikur á lofti því beinin eru lúin og ættmenni óttast að þegar þau leyfa honum ekki lengur að annast akurinn lognist hann út af og deyi. Dæmi um slíkt eru mýmörg þar í sveitum. Ólífubændur standa nefnilega margir gagnvart lífinu eins og Yasser Arafat heitinn stóð frammi fyrir þingi Sameinuðu þjóðanna og sagði: „Ég held á ólífugrein í annarri hendi og byssu til sjálfsvarnar í hinni. Ekki láta mig missa takið á greininni.“ Þannig stendur líka fólkið frammi fyrir samfélagi sínu. Hver og einn heldur um sína grein, það er að segja meðan samfélagið er sá akur þar sem hver og einn fær að rækta sitt tré. Hagræðingartilburðir ykkar hafa hins vegar orðið til þess að búið er að skyggja nánast allt undir ofurstórar blokkir þar sem fólki er skipað á bás með boss yfir. Þar er farið eftir einsleitum línum sem Mammon hefur párað. Hraðinn er mikill og kröfurnar miklar sem getur verið gaman uns langstreita fær menn til að visna með tilheyrandi geðvandræðum. Öll þurfum við haldreipi sem heldur okkur heilbrigðum: Iðja, vinna, menning, iðn, búseta og lífsstíll af ótal gerðum og sniðum. Við stöndum með lífsneistann í annarri hendi og vonleysið í hinni. Sláið ekki lífsneistann úr lúkunum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun