Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. október 2017 17:00 Mercedes liðið fagnar fjórða tiltlinum í röð. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. Mercedes liðið tryggði sér sinn fjórða titil í röð, eina sem Hamilton þarf að gera er að enda ofar en fimmti í Mexíkó og þá er hann heimsmeistari í fjórða sinn. Max Verstappen var fjórði, stal þriðja en varð svo aftur fjórði. Ferrari náði loksins að setja saman skammlausa helgi og hver var ökumaður keppninnar að mati blaðamanns? Allt þetta er til umfjöllunar í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton og Bottas fagna með liði sínu.Vísir/GettyMercedes meistarar í fjórða sinnMercedesliðið landaði sínum fjórða heimsmeistaratitli sem lið í gær þegar það náði í 35 stig. Liðið er þá komið með 575 stig á móti 428 hjá Ferrari. Stigasöfnun Ferrari liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska eftir sumarfrí í ágúst. Það má því segja að munurinn og segi ekki alveg alla söguna af því hversu lítill munurinn hefur oft verið á Mercedes og Ferrari bílunum í ár. Það sama má segja um tímapunktinn. Þegar enn eru þrjár keppnir eftir þá á Ferrari ekki lengur möguleika. Sennilega ekki það sem Ferrari liðið, nú eða Mercedes reiknaði með þegar Vettel vann í Ástralíu í fyrstu keppni ársins. Titillinn er sögulegur fyrir tvær sakir, liðið er nú meðal tveggja annarra liða sem hafa unnið fjóra í röð, Ferrari og Red Bull hafa slíka runu á ferilskrá sinni. Hinn sögulegi vinkillinn á titli Mercedes er að fyrir yfirstandandi tímabil hafði ekkert lið haldið sigurrunu í gegnum stórar reglubreytingar. Nú hefur Mercedes sýnt og sannað að það er hægt. Meira að segja má segja að breytingarnar hafi að vissu leyti verið gerðar til höfuðs Mercedes. Aukin áhersla á loftflæði var talið henta Red Bull mjög vel en, allt kom fyrir ekki, Mercedes er meistari.Hamilton er svo gott sem kominn með titilinn.Vísir/GettyHamilton í innkeyrslunni að fjórða titlinumÞað að þurfa einungis að enda fimmti er auðvelt mál fyrir Hamilton, hefði maður haldið. Það virðist hins vegar einhvernveginn vera í Formúlu 1 þannig að þegar þú „þarf bara að“ þá fer eitthvað fjandans til. Skemmst er að minnast lokakeppna síðasta tímabils þar sem Nico Rosberg þurfti bara að vinna og hann yrði meistari, að því gefnu að Hamilton yrði þriðji eða neðar sem dæmi. Alltaf tókst Hamilton að vinna og baráttan var ekki búin fyrr en í endamarkinu í síðustu keppninni. Hamilton er með 66 stiga forskot þegar þrjár keppnir eru eftir og 75 stig í pottinum. Það þýðir að Hamilton gæti fallið út í tveimur sem Vettel ynni og Hamilton væri samt með 16 stiga forskot þegar komið væri í síðustu keppnina. Þá þyrfti Vettel að vinna hana og Hamilton mætti ekki enda ofar en sjötti. Auðvitað getur allt gerst í Formúlu 1, en þetta er svo gott sem komið. Toto Wolff kom orði vel að aðstæðum í gær þegar hann var ynntur eftir því hvort hann myndi tönglast á því að þetta væri ekki búið fyrr en feita konan syngur. Hann svaraði því til að hún væri baksviðs að hita upp. Hamilton er svo gott sem kominn með níu fingur á fjórða titilinn.Verstappen sáttur við þriðja sætið sem varð ekki.Vísir/GettyVerstappen stalst fram úr RaikkonenMax Verstappen var í stuði, hann ræsti 16. og var orðinn sjötti þegar tíu hringir voru búnir í keppninni. Hann þvingaði Vettel til að taka annað þjónustuhlé til að tryggja að Hollendingurinn væri ekki ógn í lokin. Hann hafði gríðarleg áhrif á keppni fremstu manna og leiddi meðal annars keppnina þegar Hamilton tók þjónustuhlé. Á síðustu hringjum keppninnar var Verstappen farinn að gera sig líklegan til að hirða þriðja sætið af Vettel sem þá var næsti maður á undan honum á brautinni. Vettel fékk svo að taka fram úr Raikkonen og færðist upp í annað sæti, þá var Raikkonen fyrir framan Verstappen. Finninn var á handónýtum dekkjum og Verstappen færði sér það í not á síðasta hringnum, raunar í næstsíðustu beygju keppninnar. Verstappen tók innri línu inn í hægribeygjuna á meðan Raikkonen hélt sig á eðlilegri aksturslínu. Verstappen kom í mark í þriðja sæti og Raikkonen í fjórða. Skömmu síðar kom niðurstaða frá dómurum keppninnar. Verstappen gerðist brotlegur við framúraksturinn, hann stytti sér leið og græddi sæti á því. Slíkt er bannað, ökumenn mega ekki fara með öll fjögur dekkin út fyrir hvítu línurnar sem umlykja brautina. Vandinn er að sumstaðar er það ekki talið brot af því það sparar ekki tíma. Verstappen er allt annað en sáttur við niðurstöðuna og segir hana heimskulega og vonar að þetta endurtaki sig ekki. „Það hafa allir verið að fara út fyrir brautarmörk hér, ég meðtalinn. Í 19. beygju mátti fara alveg út af og enginn sagði neitt. Þegar ég var að taka fram úr Bottas þá fór hann alveg út af brautinni og kom aftur inn á í þannig stöðu að ég varð að fara fram úr honum og honum er ekki refsað fyrir það. Hann hagnaðist klárlega á þessu. Þetta er ekki gott fyrir íþróttina. Keppnin var góð en með svona heimskulegum ákvörðunum þá gerum við útaf við íþróttina. Vonandi heldur þetta rugl ekki áfram á næsta ári,“ sagði Verstappen eftir að dómararnir höfðu kveðið upp sinn úrskurð. Að mati blaðamanns er Verstappen á villigötum og viðtalið sem vitnað er í hér að ofan veitt skömmu eftir keppni með adrenalínið í botni. Reglurnar eru einfaldar, ef öll fjögur dekkin fara út af brautinni og þú hagnast af því þá ber að refsa þér. Það var aldrei spurning hvort hann var inn á brautinni eða ekki. Hann má ekki ná í verðlaunasæti með þessum hætti. Hvað varðar atvikið sem Verstappen vísar til þar sem Bottas fór út fyrir braut, þá var Verstappen kominn fram úr skömmu seinna og enginn skaði skeður. Það má segja að einskonar hagnaðarregla hafi verið látin gilda þar.Verðlaunapallurinn í Austin. Ferrari menn voru í formi um helgina.Vísir/GettyFerrari í formiFerrari liðið hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og áreiðanleikinn verið lítill sem enginn. Slakt gegni liðsins hefur valdið því að Vettel á ekki lengur raunhæfa möguleika á titlinum, þá hann eigi enn stærðfræðilega von. Sergio Marchionne, forseti Ferrari samsteypunnar var spurður að því um helgina hvort hann gæti bent á einhvern til að kenna um og hvort líklegt væri Maurizio Arrivabene, liðsstjóra yrði sparkað á dyr. Marchionne sagði að svo væri ekki. „Það er ekki liðsstjóranum að kenna þegar svona kemur upp. Við þurfum sem heild að gera betur og reyna að stíga upp og sýna hvað í okkur býr því ég hef fulla trú á liðinu.“ Ferrari liðið hefur í gegnum söguna sýnt liðsstjórum sínum afar litla þolinmæði þegar kemur að slökum árangri og því ekkert víst að eitthvað sé að marka traustyfirlýsingu Marchionne. Hver veit. Tíunda tímabilið er að líða síðan Ferrari vann titil síðast, þegar Raikkonen varð heimsmeistari ökumanna 2007.Carlos Sainz á ferð í Renault bílnum.Vísir/GettyÖkumaður keppninnarMax Verstappen vann sig upp úr 16. sæti í það fjórða. Hann verður samt að teljast afar líklegur til að vinna sig talsvert upp á braut sem þessari á Red Bull bílnum. Carlos Sainz gerði gott mót með nýju liði um helgina og verður þess heiðurs aðnjótandi að vera ökumaður keppninnar að mati blaðamanns. Það er aldrei auðvelt fyrir ökumenn að hoppa á milli bíla í Formúlu 1. Það tekur tíma að aðlagast nýju liði og læra á menninguna sem þar ríkir. Sainz tókst heldur betur að skelka Nico Hulkenberg, nýjan liðsfélaga sinn og kom öllum á óvart og hafnaði í sjöunda sæti. Hann var afar stöðugur alla helgina og sýndi mátt sinn strax í tímatökunni þar sem hann komst í þriðju umferð. Eitthvað sem Renault liðið hefur alls ekki alltaf gert á tímabilinu. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Þrjár keppnir eftir, þrjár til að vinna Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas af sex keppnum sem hafa verið haldnar þar í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? 22. október 2017 22:00 Lewis Hamilton ósnertanlegur í Texas | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atriðin í viðburðaríkum bandarískum kappakstri í Formúlu 1. 22. október 2017 22:00 Lewis Hamilton vann í Texas | Mercedes heimsmeistara bílasmiða Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 22. október 2017 20:40 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. Mercedes liðið tryggði sér sinn fjórða titil í röð, eina sem Hamilton þarf að gera er að enda ofar en fimmti í Mexíkó og þá er hann heimsmeistari í fjórða sinn. Max Verstappen var fjórði, stal þriðja en varð svo aftur fjórði. Ferrari náði loksins að setja saman skammlausa helgi og hver var ökumaður keppninnar að mati blaðamanns? Allt þetta er til umfjöllunar í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton og Bottas fagna með liði sínu.Vísir/GettyMercedes meistarar í fjórða sinnMercedesliðið landaði sínum fjórða heimsmeistaratitli sem lið í gær þegar það náði í 35 stig. Liðið er þá komið með 575 stig á móti 428 hjá Ferrari. Stigasöfnun Ferrari liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska eftir sumarfrí í ágúst. Það má því segja að munurinn og segi ekki alveg alla söguna af því hversu lítill munurinn hefur oft verið á Mercedes og Ferrari bílunum í ár. Það sama má segja um tímapunktinn. Þegar enn eru þrjár keppnir eftir þá á Ferrari ekki lengur möguleika. Sennilega ekki það sem Ferrari liðið, nú eða Mercedes reiknaði með þegar Vettel vann í Ástralíu í fyrstu keppni ársins. Titillinn er sögulegur fyrir tvær sakir, liðið er nú meðal tveggja annarra liða sem hafa unnið fjóra í röð, Ferrari og Red Bull hafa slíka runu á ferilskrá sinni. Hinn sögulegi vinkillinn á titli Mercedes er að fyrir yfirstandandi tímabil hafði ekkert lið haldið sigurrunu í gegnum stórar reglubreytingar. Nú hefur Mercedes sýnt og sannað að það er hægt. Meira að segja má segja að breytingarnar hafi að vissu leyti verið gerðar til höfuðs Mercedes. Aukin áhersla á loftflæði var talið henta Red Bull mjög vel en, allt kom fyrir ekki, Mercedes er meistari.Hamilton er svo gott sem kominn með titilinn.Vísir/GettyHamilton í innkeyrslunni að fjórða titlinumÞað að þurfa einungis að enda fimmti er auðvelt mál fyrir Hamilton, hefði maður haldið. Það virðist hins vegar einhvernveginn vera í Formúlu 1 þannig að þegar þú „þarf bara að“ þá fer eitthvað fjandans til. Skemmst er að minnast lokakeppna síðasta tímabils þar sem Nico Rosberg þurfti bara að vinna og hann yrði meistari, að því gefnu að Hamilton yrði þriðji eða neðar sem dæmi. Alltaf tókst Hamilton að vinna og baráttan var ekki búin fyrr en í endamarkinu í síðustu keppninni. Hamilton er með 66 stiga forskot þegar þrjár keppnir eru eftir og 75 stig í pottinum. Það þýðir að Hamilton gæti fallið út í tveimur sem Vettel ynni og Hamilton væri samt með 16 stiga forskot þegar komið væri í síðustu keppnina. Þá þyrfti Vettel að vinna hana og Hamilton mætti ekki enda ofar en sjötti. Auðvitað getur allt gerst í Formúlu 1, en þetta er svo gott sem komið. Toto Wolff kom orði vel að aðstæðum í gær þegar hann var ynntur eftir því hvort hann myndi tönglast á því að þetta væri ekki búið fyrr en feita konan syngur. Hann svaraði því til að hún væri baksviðs að hita upp. Hamilton er svo gott sem kominn með níu fingur á fjórða titilinn.Verstappen sáttur við þriðja sætið sem varð ekki.Vísir/GettyVerstappen stalst fram úr RaikkonenMax Verstappen var í stuði, hann ræsti 16. og var orðinn sjötti þegar tíu hringir voru búnir í keppninni. Hann þvingaði Vettel til að taka annað þjónustuhlé til að tryggja að Hollendingurinn væri ekki ógn í lokin. Hann hafði gríðarleg áhrif á keppni fremstu manna og leiddi meðal annars keppnina þegar Hamilton tók þjónustuhlé. Á síðustu hringjum keppninnar var Verstappen farinn að gera sig líklegan til að hirða þriðja sætið af Vettel sem þá var næsti maður á undan honum á brautinni. Vettel fékk svo að taka fram úr Raikkonen og færðist upp í annað sæti, þá var Raikkonen fyrir framan Verstappen. Finninn var á handónýtum dekkjum og Verstappen færði sér það í not á síðasta hringnum, raunar í næstsíðustu beygju keppninnar. Verstappen tók innri línu inn í hægribeygjuna á meðan Raikkonen hélt sig á eðlilegri aksturslínu. Verstappen kom í mark í þriðja sæti og Raikkonen í fjórða. Skömmu síðar kom niðurstaða frá dómurum keppninnar. Verstappen gerðist brotlegur við framúraksturinn, hann stytti sér leið og græddi sæti á því. Slíkt er bannað, ökumenn mega ekki fara með öll fjögur dekkin út fyrir hvítu línurnar sem umlykja brautina. Vandinn er að sumstaðar er það ekki talið brot af því það sparar ekki tíma. Verstappen er allt annað en sáttur við niðurstöðuna og segir hana heimskulega og vonar að þetta endurtaki sig ekki. „Það hafa allir verið að fara út fyrir brautarmörk hér, ég meðtalinn. Í 19. beygju mátti fara alveg út af og enginn sagði neitt. Þegar ég var að taka fram úr Bottas þá fór hann alveg út af brautinni og kom aftur inn á í þannig stöðu að ég varð að fara fram úr honum og honum er ekki refsað fyrir það. Hann hagnaðist klárlega á þessu. Þetta er ekki gott fyrir íþróttina. Keppnin var góð en með svona heimskulegum ákvörðunum þá gerum við útaf við íþróttina. Vonandi heldur þetta rugl ekki áfram á næsta ári,“ sagði Verstappen eftir að dómararnir höfðu kveðið upp sinn úrskurð. Að mati blaðamanns er Verstappen á villigötum og viðtalið sem vitnað er í hér að ofan veitt skömmu eftir keppni með adrenalínið í botni. Reglurnar eru einfaldar, ef öll fjögur dekkin fara út af brautinni og þú hagnast af því þá ber að refsa þér. Það var aldrei spurning hvort hann var inn á brautinni eða ekki. Hann má ekki ná í verðlaunasæti með þessum hætti. Hvað varðar atvikið sem Verstappen vísar til þar sem Bottas fór út fyrir braut, þá var Verstappen kominn fram úr skömmu seinna og enginn skaði skeður. Það má segja að einskonar hagnaðarregla hafi verið látin gilda þar.Verðlaunapallurinn í Austin. Ferrari menn voru í formi um helgina.Vísir/GettyFerrari í formiFerrari liðið hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og áreiðanleikinn verið lítill sem enginn. Slakt gegni liðsins hefur valdið því að Vettel á ekki lengur raunhæfa möguleika á titlinum, þá hann eigi enn stærðfræðilega von. Sergio Marchionne, forseti Ferrari samsteypunnar var spurður að því um helgina hvort hann gæti bent á einhvern til að kenna um og hvort líklegt væri Maurizio Arrivabene, liðsstjóra yrði sparkað á dyr. Marchionne sagði að svo væri ekki. „Það er ekki liðsstjóranum að kenna þegar svona kemur upp. Við þurfum sem heild að gera betur og reyna að stíga upp og sýna hvað í okkur býr því ég hef fulla trú á liðinu.“ Ferrari liðið hefur í gegnum söguna sýnt liðsstjórum sínum afar litla þolinmæði þegar kemur að slökum árangri og því ekkert víst að eitthvað sé að marka traustyfirlýsingu Marchionne. Hver veit. Tíunda tímabilið er að líða síðan Ferrari vann titil síðast, þegar Raikkonen varð heimsmeistari ökumanna 2007.Carlos Sainz á ferð í Renault bílnum.Vísir/GettyÖkumaður keppninnarMax Verstappen vann sig upp úr 16. sæti í það fjórða. Hann verður samt að teljast afar líklegur til að vinna sig talsvert upp á braut sem þessari á Red Bull bílnum. Carlos Sainz gerði gott mót með nýju liði um helgina og verður þess heiðurs aðnjótandi að vera ökumaður keppninnar að mati blaðamanns. Það er aldrei auðvelt fyrir ökumenn að hoppa á milli bíla í Formúlu 1. Það tekur tíma að aðlagast nýju liði og læra á menninguna sem þar ríkir. Sainz tókst heldur betur að skelka Nico Hulkenberg, nýjan liðsfélaga sinn og kom öllum á óvart og hafnaði í sjöunda sæti. Hann var afar stöðugur alla helgina og sýndi mátt sinn strax í tímatökunni þar sem hann komst í þriðju umferð. Eitthvað sem Renault liðið hefur alls ekki alltaf gert á tímabilinu.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Þrjár keppnir eftir, þrjár til að vinna Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas af sex keppnum sem hafa verið haldnar þar í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? 22. október 2017 22:00 Lewis Hamilton ósnertanlegur í Texas | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atriðin í viðburðaríkum bandarískum kappakstri í Formúlu 1. 22. október 2017 22:00 Lewis Hamilton vann í Texas | Mercedes heimsmeistara bílasmiða Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 22. október 2017 20:40 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton: Þrjár keppnir eftir, þrjár til að vinna Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas af sex keppnum sem hafa verið haldnar þar í Formúlu 1. Hver sagði hvað eftir keppnina? 22. október 2017 22:00
Lewis Hamilton ósnertanlegur í Texas | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atriðin í viðburðaríkum bandarískum kappakstri í Formúlu 1. 22. október 2017 22:00
Lewis Hamilton vann í Texas | Mercedes heimsmeistara bílasmiða Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 22. október 2017 20:40